OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi sem styður allt íþróttafólk til vaxtar. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná í 20 mínútna heimsókn að þétta vöðva, sinar, liðbönd og bein, bæta árangur og fyrirbyggja meiðsl.
Allt að fimm- til sjöfaldur munur getur verið á styrk vöðva eftir því hvernig þeim er beitt. OsteoStrong er æfingakerfi sem reynir á vöðvann þar sem hann er sterkastur. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná á innan við 10 mínútum að styrkja vöðva, sinar, liðbönd og bein svo um munar og liggja svo á bekk í 10 mínútur sem eykur blóðflæði og minnkar bólgur. Fólk mætir eins og það er klætt og gerir æfingarnar á sokkunum.
Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri, óháð líkamlegri getu.
Meðlimir geta átt von á að:
- Auka styrk
- Minnka líkur á álagsmeiðslum
- Bæta líkamsstöðu
- Auka jafnvægi
- Minnka verki í baki og liðamótum
- Lækka langtíma blóðsykur
- Auka beinþéttni
Alltaf að bæta árangur
Andrew Drummond spretthlaupari segir að hlaup, sérstaklega keppnisspretthlaup, hafi verið stór hluti af lífi sínu og fjölskyldunnar undanfarin tíu ár. „Ég hafði verið fulltrúi skólans í frjálsíþróttum á unglingsárunum og alltaf tekið þátt í alls konar keppnisíþróttum, til dæmis fótbolta, körfubolta, blaki, innanhússkrikket og svo mætti lengi telja. Svo hellti ég mér í spretthlaup upp úr fertugu. Það er nú kannski ekki svo algengt,“ segir hann.
„Ég keppi í vegalengdum frá 70 og upp í 400 metra. Eins og er keppi ég í tveimur útgáfum af íþróttinni: pro-hlaupum og áhugamannahlaupum. Helsti munurinn á þessu tvennu er sá að í pro-kapphlaupum fær hver hlaupari forgjöf á grundvelli hlaupagetu sinnar, svipað og í golfi og við þurfum að hámarka mark okkar (eða forgjöf) til að ná besta árangrinum. Annar munur á þessum mótum er að þó völlurinn sé hringlaga þá hleypurðu ekki á sérstakri braut. Mér finnst það mest spennandi því ef forgjöfin er rétt ættu allir að fara yfir marklínuna á svipuðum tíma. Það gefur hlaupurum af öllum kynjum og aldri möguleika á að keppa sín á milli. Í spretthlaupi áhugamanna er hlaupið í brautum sem liggja í hring og allir halda sig við sína braut.
Ég byrjaði að lesa mér til um „biohacking“ og heillaðist af hugmyndafræðinni á bak við OsteoStrong. Að ná að setja mikið álag á líkamann á örskömmum tíma og ná þannig að byggja upp styrk en á sama tíma þétta sinar og liðbönd þannig að liðirnir virkuðu sem best og minnkuðu líkur á því að slasa sig.
Ég hef notað OsteoStrong til þess að bæta hjá mér styrk síðastliðin tvö ár og sleppt því alveg að lyfta lóðum í æfingaprógramminu mínu. Þannig hef ég séð mjög áhugaverðan mun á hlaupagetu minni. Ekki bara aukinn hraða og úthald heldur hraðari bata og minni meiðsl.
Ég er íþróttamaður og kominn yfir fimmtugt þannig að ég veit vel að vanalega hrörnar líkaminn á hverju ári. Tækni OsteoStrong hefur hjálpað mér að sporna við þeirri þróun og það hefur skipt sköpum fyrir mig,“ segir Andrew.
„Eins og með flest sem tengist líkamanum þá breytist maður ekki á einni nóttu en eftir um sex mánuði var ég farinn að finna fyrir alvöru breytingum. Tímarnir mínir urðu betri og ég var ekki jafn sár í líkamanum eftir stóra keppnishelgi. Áður fékk ég mikla verki aftan í læri og kálfa en það bara hætti. Mér fannst bara líkaminn allur styrkjast og yngjast.
Ég er núna á mínu þriðja ári í OsteoStrong og ég er enn að bæta styrkinn minn. Ég hef meiri sprengikraft og er enn að bæta mig í tíma,“ segir Andrew Drummond, sem er frá Ballarat í Ástralíu.
Minni verkir
„Það er svo spennandi hvað æfingarnar geta hjálpað mörgum. Bæði þeim sem er í stöðugri hreyfingu og líka þeim sem voru hættir að hlaupa vegna verkja en fara svo aftur af stað eftir æfingarnar hjá okkur. Það vita allir hvað fólki þykir vænt um uppáhaldsíþróttina sína og hvað því fylgir mikið vonleysi að geta ekki stundað hana eins og fólk vill. Þá er gaman að sjá vonina vaxa í hverri viku,“ segir Svanlaug, annar eigandi OsteoStrong.
73% sterkari á ári
„Enginn annar möguleiki sem við þekkjum býður upp á svona mikla styrktaraukningu á jafn stuttum æfingatíma. Vöðvarnir þéttast en þyngjast ekki að neinu ráði,“ segir Örn Helgason, hinn eigandi OsteoStrong. Athuganir á árangri meðlima sýna að þeir eru að meðaltali að styrkja sig um 73% á ári.
Betri golfsveifla
OsteoStrong hefur hjálpað fólki við alls kyns íþróttaiðkun. Niðurstöður könnunar sem gerð var á reyndum iðkendum í golfi, leiddu í ljós verulega bætingu með ástundun OsteoStrong á einungis fjórum skiptum. Meðaltalsbæting á snúningsgetu axla var um 13 gráður, hröðun kylfuhauss um 8,05 km á klst. og hraði golfbolta jókst um 14,5 km á klst.
Bætt jafnvægi
„Jafnvægið er eitt af því fyrsta sem meðlimir taka eftir að aukist. Meðal bæting er 77% á fimm skiptum. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hversu margir hafa verið hissa hversu hratt þeir gátu bætt það, sumir jafnvel búnir að reyna ýmislegt áður,“ segir Svanlaug.
Frír prufutími
Boðið er upp á fría prufutíma á miðvikudögum í Ögurhvarfi 2 og á fimmtudögum í Hátúni 12. „Ég hvet alla til að bóka sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200.“