frettabladid-is

Miklu betri líðan með OsteoStrong

Edda Gustafsson bjó í New York og Kaupmannahöfn í 34 ár en flutti heim fyrir nokkrum árum. Laxveiði á hug hennar og að henda öngli í sjó. Edda nýtur þess að stunda Osteo­Strong og finnst frábært hvað hún finnur mikla breytingu með stuttri vikulegri ástundun.

Ég byrjaði að æfa hjá OsteoStrong vorið 2020 og varð strax mjög spennt. Þetta var eitthvað fyrir mig, einfaldleikinn heillaði mig. Fjögur tæki og síðan heim,“ segir Edda.

„Ég sá sannfærandi myndband á netinu og smellti mér í prufutíma. Ég minntist á þetta við vinkonu mína sem var til í að koma með mér sem gerði þetta enn skemmtilegra. Ég hef prófað ofboðslega mörg tæki í gegnum tíðina en það sem mér líkar best er að hafa leiðbeinanda sem fylgist með að æfingin sé rétt gerð. Það skiptir auðvitað mestu máli,“ segir hún.

OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi sem hjálpar fólki á öllum aldri að styrkja sig. Þjálfarar leiðbeina fólki og gæta þess að æfingarnar séu rétt gerðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Styrkir líkamann

„Annað sem mér finnst frábært við OsteoStrong og gerir að verkum að maður nennir að mæta; það þarf ekki að skipta um föt eða vera í einhverjum leggings og svitna, heldur mætir maður bara, tekur á og búið. Þetta tekur svo stuttan tíma. Ég hef náttúrlega talað fyrir þessu æfingakerfi úti um allan bæ, ég finn mun, vinir mínir sjá hann líka auk þess sem líkamleg geta mín hefur styrkst mikið. Ég finn hvernig líkaminn styrkist eftir hvert skipti og tækin hjá OsteoStrong geta sömuleiðis sýnt árangurinn. Þannig getur maður fylgst með styrktaraukningunni. Það gleður mig að sjá muninn, ekki bara finna hann,“ segir Edda og bætir við:

„Ég er með vefjagigt og gáttatif í hjarta þannig að ég get alls ekki stundað hvaða íþrótt sem er. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að fara ekki fram úr mér því þá verða verkirnir lamandi. Ég hef mjög oft lent í því að fara út að ganga og fá í framhaldinu mikla verki, stundum svo mikla að ég næ ekki að labba heim. Eftir æfingar í OsteoStrong upplifi ég ekki nein eftirköst þótt ég taki á því. Ég fann fljótt hvernig verkirnir í líkamanum hjöðnuðu við ástundun sem lætur mann líða svo miklu betur andlega,“ segir Edda sem hefur glímt við vefjagigt frá því um tvítugt. Með aldrinum hefur sjúkdómurinn versnað.

„Gigtin hverfur aldrei en með því að stunda æfingar hjá OsteoStrong get ég haldið verkjunum í skefjum og mér líður betur,“ segir hún.

OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi sem hjálpar fólki á öllum aldri að styrkja sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Frábært starfsfólk

„Vinkona mín sem hefur komið með mér í OsteoStrong fór á heilsustofnun í Austurríki í tvær vikur um daginn. Þar er allt mælt hátt og lágt í heilsumatinu og sagði hún lækninum að hún stundaði OsteoStrong á Íslandi. Hann var ánægður með það og hvatti hana til að halda því áfram. Læknirinn í Austurríki var greinilega með puttann á púlsinum,“ segir Edda.

„Það var skrítið að flytja aftur til Íslands eftir búsetu í útlöndum svona mörg ár. Mjög mikilvægt er fyrir mig að geta farið reglulega til útlanda og þá er OsteoStrong frábær staður. Starfsfólkið er sveigjanlegt við mig og það er ekkert mál að leggja meðlimakortið inn ef maður þarf þess,“ segir Edda sem flutti aftur á æskuslóðirnar í Vesturbænum. Hún var í KR á yngri árum og stundaði sund í Vesturbæjarlauginni. „Ég er því svolítið rótgróinn Vesturbæingur.“

Edda, eins og margir aðrir, dró sig út úr æfingum í Covid en byrjaði aftur fyrir tveimur mánuðum.

„Vá, hvað ég þurfti á því að halda,“ segir hún. „Ég var fljót að ná því upp sem ég hafði misst niður og fann fljótt mun. Ég sagði vinkonu minni hversu gigtarverkirnir hefðu minnkað og hversu fljótt það gerðist. Hún hafði sjálf fundið mikinn mun. Við ætlum að stunda OsteoStrong áfram vinkonurnar, pössum upp á hvor aðra og höldum okkur við efnið. Ég sagði líka við manninn minn að þetta væri eitthvað sem ég ætlaði ekki að hætta að stunda,“ segir hún.

„Ég elska laxveiði, það er toppurinn, en ég er líka alveg til í að fara bara út á sjó. Veiði er mín besta slökun og hefur verið það síðan ég henti fyrst öngli í Þingvallavatn sem barn. Nú hlakka ég til að standa enn lengur við árnar næsta sumar þegar ég verð búin að safna enn meiri styrk í skrokkinn,“ segir hún.

OsteoStrong er á tveimur stöðum í Reykjavík, Hátúni 12 og Ögurhvarfi 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

 

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum