frettabladid-is

OsteoStrong styrkir líkamann og bætir jafnvægið til muna

Birgir Viðar Halldórsson er afkastamikill frumkvöðull sem hefur gaman af því að prófa nýja hluti, er öflugur íþróttamaður með Íslandsmeistaratitil í fjórum mismunandi greinum. Nú hefur Birgir bætt OsteoStrong við aðra hreyfingu enda vill hann kynnast nýjungum.

Birgir var í göngu í nálægð við Geysi fyrir stuttu og sagðist þakklátur fyrir að geta hreyft sig. „Ef maður getur hreyft sig þá á að gera það,“ segir hann en Birgir er virðulegur, nákvæmur, skemmtilegur og einbeittur í tali.

Birgir hefur alltaf haft lítinn áhuga á því að feta troðnar slóðir og hefur skapað sér fjölda ævintýra um ævina. „Ég hef alltaf haft áhuga á líkamsrækt og æfingum. Ég byrjaði í fótbolta um leið og ég byrjaði að skríða held ég. Til að byrja með lagði ég áherslu á það sem íþrótt fyrir mig og spilaði með Val fram eftir aldri. Síðan skipti ég yfir í sundknattleik sem er skemmtileg en erfið íþrótt. Ég spilaði sundknattleik í 10 ár en þá tóku við önnur 10 ár í golfinu einhvern tíma fyrir 1980. Það var nú ekki jafn vinsælt þá og nú.

Birgir og kona hans hafa stundað OsteoStrong og segja að jafnvægið hafi batnað til mikilla muna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Þegar líkamsræktarbylgjan byrjaði upp úr 1980 stofnuðum við fyrstu líkamsræktarstöð Reykjavíkur í þeirri mynd sem við þekkjum líkamsræktarstöðvar í dag en þangað til höfðu bara verið til kraftlyftingastöðvar með laus lóð. Appolo var opnuð í Brautarholti með tækjasal, gufubaði, heitum potti og ljósabekkjum í takt við anda tímabilsins. Það þótti framúrstefnulegt að bjóða konum líka upp á að styrkja sig með æfingunum og sumum þótti það óviðeigandi. Þannig er flest nýtt í upphafi umdeilt.“

Gaman að prófa nýjungar

Birgir segist vera mjög nýjungagjarn og finnst gaman að fylgjast með því hvað er að gerast í eflingu á hreyfingu. „Mér finnst Osteo-Strong hjálpa 100% við að styrkja líkamann, ég bara finn það. Allt átak sem maður getur sett rétt á líkamann er af hinu góða og í OsteoStrong nær maður að setja meira álag á skrokkinn á stuttum tíma. Fókusinn er á að styrkja bein sem mér finnst mjög spennandi og einnig hversu hratt jafnvægið verður betra.

Æfingarnar taka skjótan tíma en gefa mikinn árangur.

Þegar maður er kominn á minn aldur hugsar maður meira um jafnvægið, það kemur ekki jafn hratt með öðrum æfingum eins og það hefur gert hjá OsteoStrong. Ég veit að öll æfing styður og styrkir. Ég hefði ekki viljað fara á mis við að kynnast því að stunda æfingar OsteoStrong,“ segir Birgir.

„Ég hef verið það lánsamur að vera laus við liðverki enda alltaf verið á iði og vandað mig við að gera jafn mikið og líkaminn þolir en ekki meira. Þegar ég æfi hef ég í huga að stunda þær vel en spara samt skrokkinn. Ekki bara gera heldur gera rétt, það þarf að vera hugsun á bak við þetta. Ekki yfirkeyra skrokkinn. Ef hnén eru léleg ætti ekki að hlaupa heldur skoða aðra möguleika. Ekki vera að ögra eða storka líkamanum um of. Það finnst mér lykilatriði. Hjá Osteo-Strong er einmitt mikið talað um þetta, að beita sér rétt og að finna mörkin sín og virða þau,“ bendir Birgir á.

Serbl_Myndatexti:Með OsteoStrong ástundun bætir fólk styrk sinn og þol. Æfingarnar taka einungis 20 mínútur í hvert skipti.
Keppti í rallý

Hann hefur komið víða við á lífsleiðinni og hellti sér til dæmis út í rall-akstur og rallý-kross. „Fyrst kepptum við hér heima en fljótlega lögðum við mikla áherslu á að fara út að keppa líka. Ég held að Ómar Ragnarsson og Jón bróðir hans hafi verið búnir að fara einu sinni út í keppni þegar við Hafsteinn Hauksson fórum og kepptum í Englandi, Belgíu og Tékkóslóvakíu. Þarna vorum við að opna alveg nýjar dyr út í umheiminn, svona eins og við er að búast frá mér. Ég hef stundað ýmislegt annað eins og skíði en þetta verður yfirleitt fljótt keppnis hjá mér,“ segir Birgir og hlær.

„Það er víst einkenni frumkvöðla að hafa brennandi áhuga á því að byrja á einhverju en missa svo áhugann þegar allt er farið að virka. Ég tengi við það og er snöggur að breyta til þegar mér finnst ég þurfa eitthvað nýtt. Ég er lærður kokkur og þjónn. Stuttu eftir gosið í Vestmannaeyjum keypti ég Hótel HB og bauð upp á útsýnisferðir í rútum til að skoða eyjarnar, sem varð mjög vinsælt. Á þeim tíma voru rútuferðir bara til þess að ferja fólk milli staða, ekki til að skoða náttúruna,“ segir Birgir.

Þjálfarar leiðbeina fólki og passa upp á að æfingarnar séu rétt gerðar.

„Þegar ég var búinn að fá nóg af þessu fór ég í bæinn og stofnaði Júmbó samlokur. Í framhaldi af því opnaði ég fyrsta hverfapöbbinn – Haukur í horni – þar sem við seldum gervibjór eða bjórlíki á Hagamel. Upp úr árinu 2000 var ég með fyrirtæki sem sérhæfði sig í vefsíðugerð og árið 2007 stofnuðum við formlega fótbolti.net. Síðustu 10 árin hef ég svo verið í því að flytja út íslenskt vatn, Icelandia. Ekki mjög róleg ævi sem betur fer,“ segir Birgir kankvís.

Góðar styrktaræfingar í OsteoStrong

Samhliða viðskiptunum hefur Birgir alltaf verið í íþróttum og náði að verða Íslandsmeistari í fjórum mismunandi greinum. „Ég er núna búinn að taka rúm 11 ár í ræktinni að meðaltali 4 sinnum í viku. Þar fyrir utan er ég með rafmagnshjól og venjulegt hjól, ég labba á fjöll og elska að fara í sund og allt þetta. Stundum finnst mér þó að ég sé búinn að synda fyrir ævina en þá fer ég bara í heita pottinn,“ segir hann.

Birgir stundar OsteStrong ásamt konu sinni og eru þau ánægð með hversu styrktar- og jafnvægisæfingarnar séu góðar fyrir líkamann. „Ég þekki frumkvöðlastarf mjög vel. Að fylgjast með vexti OsteoStrong hefur minnt mig á það þegar ég var að byrja með líkamsræktina. Í dag vita allir hversu styrktaræfingar eru mikilvægar og það eykst með hækkandi aldri. Það er svo gaman að sjá að það sem einu sinni var nýlunda er nú orðin almenn vitneskja. Við hlökkum til sumarsins og útiverunnar en við sleppum því ekki að fara í ræktina og OsteoStrong,“ segir hann.

„Miðað við allt er heimsókn í OsteoStrong ekki flókið mál heldur einfalt, bara fjögur tæki. Heimsóknin í heildina tekur 20 mínútur, sem er ekki mikið miðað við hvað fólk fær mikið til baka. Síðan er náttúrlega stóra málið sem er fólkið í fyrirtækinu. Það er alltaf gleði og maður er alltaf svo velkominn, svona: „Hæ Biggi“-umhverfi. Mín tilfinning er sú að OsteoStrong sé komið til að vera.“

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri óháð líkamlegri getu.

Meðlimir geta átt von á að:

  • Minnka líkur á álagsmeiðslum
  • Auka styrk
  • Bæta líkamsstöðu
  • Auka jafnvægi
  • Minnka verki í baki og liðamótum
  • Lækka langtíma blóðsykur
  • Auka beinþéttni

Frír prufutími „Það er boðið upp á fría prufutíma á miðvikudögum í Ögurhvarfi 2 og á fimmtudögum í Hátúni 12. Ég hvet alla til að bóka sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200.“

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum