Ég hef alla tíð verið mjög mikið í hreyfingu og lyftingum. Þrátt fyrir að hafa líka alltaf verið verkjaður í mjóbaki síðan ég var unglingur út af snúningi í mjöðm. Eiginlega eins og það hangi alltaf einhver þarna aftan í mér. Ég var alltaf að reyna að harka það af mér. Einhvern veginn var upplifunin sú að mér væri alltaf refsað fyrir það sem ég lagði á líkamann,“ segir Sigmar.

„Í langan tíma hef ég ekki getað sinnt almennilega líkamsrækt. Kannski tekið eina eða tvær æfingar og svo vildi líkaminn ekki meira. Ég stífnaði allur upp og það er bara ekki þess virði. Þegar ég fer í ræktina er eins og ég sé að stelast til að gera eitthvað sem ég má ekki. Það er óþægileg tilfinning að finna að maður rýrnar allur og hrörnar af æfingaleysi en ég treysti mér samt ekki til að æfa,“ segir Sigmar enn fremur.

Nýtti mér alla hjálp

„Fyrir nokkru þurfti ég að breyta um stefnu í lífinu og skráði mig á sjóinn. Ég vann þar í tvö ár en við alla hreyfinguna í sjónum gáfust mjaðmirnar upp. Ég stífnaði allur og hætti að geta unnið og þurfti því að fara í stífa endurhæfingu. Ég tók hana mjög alvarlega og nýtti mér alla þá hjálp sem ég gat fengið. Það var ekkert einfalt því allt sem ég gerði kom af stað bólgum og verkjaköstum. Ég stundaði jóga, fór á námskeið hjá Primal, sökkti mér í öndunaræfingar, leitaði til vinar míns sem er nuddari, las fullt og lærði annað á netinu. Þannig náði ég aðeins að rétta mig til baka.“

Þekkt hugmyndafræðina í 15 ár

„Ég hafði fylgst með OsteoStrong í töluverðan tíma. Þegar ég var kominn vel á veg í endurhæfingunni og langaði til þess að fara að æfa líkamsrækt þá stoppaði ég mig af og fór fyrst í OsteoStrong til þess styrkja grunninn og minnka líkur á að mistakast,“ útskýrir Sigmar og bætir við: „Fyrir um 15 árum kynntist ég hugmyndafræðinni um það hvað vöðvarnir eru missterkir eftir því hvernig þeim er beitt. Mér fannst það svo spennandi að ég fór í GYM 80 til þess að prófa mig áfram og fann mikinn árangur. En það var ekki frábær aðstæða fyrir þessar æfingar. Í OsteoStrong er búið að gera þetta allt miklu aðgengilegra, öruggara, einfaldara og þannig líklegra til árangurs.“

Með OsteoStrong er hægt að virkja alla vöðva líkamans

Þolinmóður í þrjá mánuði

„Mér var strax sagt í prufutímanum að ég þyrfti alla vega að koma í þrjá mánuði til þess að finna verulegan mun á mér þannig að ég keypti kort og lofaði sjálfum mér að gefa líkamanum þann tíma áður en ég byrjaði að taka aðrar æfingar. Ég fann strax hvernig orkan magnaðist en það tók mig alveg þrjú skipti að líða virkilega vel eftir æfingarnar. Það eru ekki bara vöðvarnir sem finna fyrir átakinu heldur taugakerfið líka. Ég var samt strax svo spenntur yfir því hversu betur mér leið eftir fyrstu skiptin að ég sótti bara um vinnu í OsteoStrong sem ég var alsæll með að fá,“ segir Sigmar.

Allt í einu er kveikt á öllu

„Ég beið spenntur eftir að klára mánuðina þrjá til þess að sjá hvað líkaminn þyldi. Það var því alger hátíð hjá mér þegar ég gerði tilraun í byrjun fjórða mánaðarins. Ég fór á æfingu og náði að gera æfingu fjóra daga í röð! Í nokkur ár hafði reglan verið að lyfta aldrei í tvo daga í röð en ég náði fjórum og það fór mjög vel í mig. Fannst það ekki nóg og fór líka í einhverja jógatíma og kom við í Thors Power Gym með konunni minni. Var að ýta og draga sleða og lyfta sandpokum. Í endurhæfingunni var ég alltaf að nota 60 kg poka en nú hljóp ég fram og til baka með 80 kg poka.

Líður eins og ég sé í nýjum líkama

Vikuna á eftir komst ég líka á æfingu. Þá fann ég um leið að nú var eins og það væri kveikt á öllu. Geggjuð tilfinning að vera aftur mættur og finna líkamann vinna með sér. Allt í einu er stór hluti af mér kominn til baka inn í lífið. Ég er orðinn svo sterkur og stöðugur og þá er allt í einu pláss fyrir svo mikinn vöxt. Styrktarmunurinn er það mikill að mér líður eins og ég sé í nýjum líkama.“

Allir í OsteoStrong

„Núna vil ég bara helst ná í alla sem ég þekki og fá þá í OsteoStrong. Ég veit að þessar æfingar hjálpa öllum félögum mínum úr lyftingunum hvar sem þeir eru staddir á ferlinum en líka öðrum sem finna fyrir óþægindum í líkamanum eða bara vilja koma sér af stað í hreyfingu.

Margir hafa gengið mjög nærri sér með stífum æfingu. Til dæmis þeir sem hafa verið að keppa í kraftlyftingum. Oft leyfir líkaminn þeim ekki að taka á eins og áður og þá er svo gott að geta komið hingað og virkjað alla vöðvana í sinni sterkustu stöðu til að finna ávinning af þungum æfingum án þess að fá slitið á líkamann í leiðinni.

Styrkur án slits

Með því að ástunda OsteoStrong er hægt að byggja upp svo mikinn styrk og virkja svo „motor-unit“ í vöðvunum án þess að þræla þér of mikið út. Næstum eins og svindl til þess að hafa meiri orku til að gera aðrar æfingar. Maður finnur það í líkamanum dagana eftir æfingarnar að maður er að styrkjast og byggjast upp.

Ég er í yndislegu sambandi og er svo heppinn að vera fósturpabbi sem ég er þakklátur fyrir. Ég hef áhuga á jóga, alls kyns æfingum og andlegri heilsu. Bæði af því að ég hef þurft þess og líka af því að ég sé alla vaxtarmöguleikana því tengda. Eitt að því sem mér finnst spennandi Í OsteoStrong er hvernig eldra fólk er að ryðja brautina fyrir þá yngri. Oft er það yngra fólkið sem skapar tískuna en núna er það öfugt. OsteoStrong á erindi við alla,“ segir Sigmar.

Frír prufutími

„Ég vil fá alla í OsteoStrong. Það eru svo margir sem geta grætt á því að stunda þessar æfingar.“

OsteoStrong býður upp á prufutíma í Hátúni 12 á fimmtudögum og Ögurhvarfi 2 á föstudögum. Prufutíma má bóka í síma 419 9200 og á www.osteostrong.is

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri óháð líkamlegri getu. Meðlimir geta átt von á að:

  • Auka styrk
  • Minnka líkur á álagsmeiðslum
  • Bæta líkamsstöðu
  • Auka jafnvægi
  • Minnka verki í baki og liðamótum
  • Lækka langtímablóðsykur
  • Auka beinþéttni