Fyrir beinþynningu

Alveg síðan seint á 19. öld hefur verið þekkt að álag eða þyngd á bein eykur beinþéttni. Það er kallað lögmál Wolfs. Um þetta eru til um 20.000 rannsóknir og er vel þekkt í vestrænum lækningum. Þess vegna er fólk hvatt til að lyfta þungu eða hoppa til þess að örva beinvöxt. Í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum er fólk almennt að lyfta um 1,26 til 1,54 margfeldi af eigin líkamsþyngd. Í rannsókn sem birt var árið 2012 kom í ljós hversu mikla þyngd þyrfti til að örva beinþéttni. Kevin Deere (Journal of Bone and Mineral Research) komst að þeirri niðurstöðu að til þess að ná fram almennilegri þéttingu í mjöðm þyrfti krafturinn að vera að minnsta kosti 4,2 sinnum líkamsþyngd viðkomandi.

OsteoStrong gerir það mögulegt á jafn öruggan hátt og raun ber vitni. Hjá OsteoStrong eru notendur oft að lyfta meira en fjórum til átta sinnum sinni eigin líkamsþyngd sem útskýrir hvers vegna þétting beina verður eins mikil og raun ber vitni um. Þessi átök koma einnig af stað þéttingu í vöðvum, sinum og liðböndum sem svo geta bætt líkamsstöðu og minnkað verki í stoðkerfinu.

Jórunn Jónsdóttir mælir heilshugar með OsteoStronghleypur maraþon á ný eftir æfingar hjá OsteoStrong

„Ég fór á kynningu hjá Osteo­Strong í febrúar 2019. Mér fannst margt mjög áhugavert sem þar kom fram og það kom mér á óvart að OsteoStrong er ekki bara fyrir gamalt fólk með beinþynningu, heldur er ávinningurinn fyrir íþróttafólk mikill. Ég bókaði því prufutíma og keypti mér strax áskrift. Í besta falli myndi þetta hjálpa mér með mín vandamál og í versta falli myndi þetta hafa góð áhrif á beinheilsu mína sem ég held að allt of fáir séu að pæla í.

Kerstin Andersson segir að OsteoStrong hafi hjálpað sér mjög mikið við að snúa við beinþynningu og viðhalda styrk.

Kerstin Andersson fékk sjálfsofnæmissjúkdóm og þurfti að fara í sterameðferð sem olli beinþynningu. Henni hefur tekist að snúa henni við með hjálp OsteoStrong. Ég er frá Svíþjóð en hef búið á Íslandi í 32 ár. Ég vann sem kennari í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum í 22 ár. Ég er enn í aðdáendaklúbbnum og nú er ég amma með tvö barnabörn þar og önnur dóttir mín er að kenna þar,“ segir Kerstin.

Viðtal við Kerstin Andersen