frettabladid-is

Úr myrkrinu með OsteoStrong

Þorbjörg Helgadóttir er búsett á Höfn í Hornafirði en vílar ekki fyrir sér að mæta reglulega í æfingar í Reykjavík hjá OsteoStrong. Hún segir árangurinn frábæran og getur nú hlaupið og dansað, enda eigi lífið að vera skemmtilegt.

Þegar ég kom í fyrsta sinn í OsteoStrong fyrir tveimur árum var hryggurinn alveg S-laga. Ég er með mikla hryggskekkju og svo var hryggjarsúlan líka snúin. Það var bara myrkur hjá mér; ég var grenjandi yfir bakinu og gekk öll skökk. Nú finn ég ekki fyrir því. Núna er ég mun beinni í baki þó svo að hryggskekkjan sé enn til staðar. Með OsteoStrong er ég búin að byggja upp beinin og vöðvana og það styður svo vel við mig,“ segir Þorbjörg.

Æfingatækin sem iðkendur OsteoStrong nota til að styrkja sig eru fjögur og reyna á hendur, fætur, bak og kvið.
Aðrir sjá breytingarnar líka

„Það er fallegt þegar fólkið í kringum mann tekur eftir breytingunum. Þegar ég gekk á fjöll síðasta sumar varð ég svo agalega óörugg með mig því jafnvægið hefur verið svo lélegt hingað til. Maðurinn minn var fljótur að koma mér á rétta braut og sagði: „Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur, þú kemst þetta alveg. Jafnvægið er orðið svo miklu betra eftir OsteoStrong.“ Ég æfði mig fyrir göngu á Lónsöræfi en í þá göngu hefði mér ekki dottið í hug að fara áður en ég kynntist OsteoStrong,“ segir Þorbjörg. Hún segist ekki vera íþróttakona en hafa byrjað að hlaupa þegar hún varð 49 ára.

„Þá var ein hér í vinnunni í mastersnámi í mannauðsstjórnun. Hún fékk okkur til að skipta okkur upp í þrjá hópa. Einn hópurinn átti að hlaupa og það var hlaupakennsla inni í því. Annar átti að gera það sem hann var vanur að gera og þriðji hópurinn átti ekki að gera neitt. Ég sagði við stelpurnar: „Ég kann ekki að hlaupa og get ekki hlaupið. Ég skal gera þetta, ég skal vera í hlaupahópnum svo að þið getið allar hlegið þegar þið horfið á eftir mér. En eftir þetta verkefni er ég sú eina sem er enn að hlaupa. Ég fékk náttúrlega kennslu og það munar um það. Ég reyndar læt mér nægja að skokka, en 10 kílómetrar á 62 mínútum er metið mitt,“ greinir Þorbjörg frá.

Í lok æfinga slaka meðlimir OsteoStrong vel á með Pemf-bylgjum.
Rauðvínsmaraþonið

Þorbjörg sneri sig á ökkla í því sem hún segir skemmtilegasta maraþon sem sögur fara af; eða Rauðvínsmaraþoninu, árið 2018.

„Þá hleypur maður á milli kastala og smakkar mismunandi rauðvín á hverjum stað. Ég var að stíga í gegnum hallarhliðið á einum stað en sneri mig svo illa að ég þurfti að hætta í hlaupinu. Þó gafst ég ekki upp fyrr en 7 kílómetrum síðar. Eftir þetta trufluðu ökklarnir mig en eftir nokkurra mánaða ástundun hjá OsteoStrong finn ég ekki fyrir þeim,“ segir Þorbjörg og hvetur alla til að skoða þetta stórskemmtilega hlaup.

Örn Helgason og Svana Jóhannsdóttir stofnuðu Osteo­Strong á Íslandi og eru eigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/8ERNIR
Líka fyrir landsbyggðina

Þorbjörgu þykir mikilvægt að fólk viti að OsteoStrong sé líka valkostur fyrir fólk á landsbyggðinni.

„Í upphafi náði ég að koma vikulega í einn mánuð og þá varð ég strax réttari í bakinu og betri í kroppnum. Eftir það varð ástundunin dreifðari en ég náði samt að upplifa mikla bætingu.“

Að sigra sjálfa sig

Síðasta sumar vann Þorbjörg mikið þrekvirki fyrir sjálfa sig og hljóp Dyrfjallahlaup á Borgarfirði eystri.

„Þar hljóp ég 12,8 kílómetra upp og niður, upp og niður. Algerlega geggjað hlaup. Síðustu brekkuna upp man ég eftir að hafa hugsað: „Er ég að fara þarna upp? Já, já, ég kemst upp!“ Það tók mig góðan tíma en ég komst á endanum í mark. Mín hugsun er alltaf að eiga nóga orku til að dansa að kvöldi,“ segir Þorbjörg kát.

OsteoStrong er á nýjum stað í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi. Stöðvarnar eru því orðnar tvær.
Það verður að vera gaman

Þorbjörg hefur í nokkur ár hlaupið fyrir Alzheimer-samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu.

„Í eitt skiptið þegar ég var að hlaupa 10 kílómetra fékk ég steinvölu í skóinn á Ægisíðunni og náði henni ekki úr. Eftir smá tíma fann ég að það gengi ekki upp og var komin með risastórar blöðrur á fæturna. Þó kláraði ég hlaupið á hnefanum af sársauka. Eftir að ég lauk svo hlaupinu tók mig stuttan tíma að muna að ég ætti gerviskinnsplástra heima og kæmist því samt í háu hælana til að njóta Menningarnætur um kvöldið. Svona forgangsraða ég. Það verður að vera skemmtilegt,“ segir Þorbjörg og hlær.

„OsteoStrong hefur hjálpað mér og byggt minn líkama þannig upp að núna get ég gert þetta og haldið áfram, 59 ára gömul. Fyrir mér er OsteoStrong og einkaþjálfun hin gullna blanda. Þegar ég lít fram á veginn vil ég bara vera flott eldri kona og þessi blanda gerir mig að flottri eldri konu. Það að vera sterk í mínum líkama.“

OsteoStrong var fyrst opnað í Hátúni og hefur stækkað mikið frá þeim tíma.
Fyrir venjulegt fólk

Þetta gerir OsteoStrong

OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi sem styður fólk á öllum aldri til vaxtar. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná á innan við 10 mínútum að þétta vöðva, sinar, liðbönd og bein, bæta árangur og fyrirbyggja meiðsl. Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri, óháð líkamlegri getu. Meðlimir geta átt von á að:

  • Auka styrk
  • Minnka líkur á álagsmeiðslum
  • Bæta líkamsstöðu
  • Auka jafnvægi
  • Minnka verki í baki og liðamótum
  • Lækka langtíma blóðsykur
  • Auka beinþéttni

„Það er allt hægt ef maður er tilbúinn til að fjárfesta í líkamanum sínum og heilsu. OsteoStrong er fyrir alla, líka venjulegt fólk og hefur boðið mér upp á miklu meiri uppbyggingu en ég hefði trúað á svona stuttum tíma,“ segir Þorbjörg og er greinilega að upphugsa næsta ævintýri. „Eg ætla svo í 10 kílómetra Mýrdalshlaup á morgun og vona að allt gangi vel hjá mér.”

OsteoStrong býður upp á frían prufutíma þar sem fólk getur kynnst æfingunum og prófað tækin. OsteoStrong er í Hátúni 12 og Ögurhvarfi 2, sími 419 9200. Bóka má tíma á osteostrong.is og í síma 419 9200.

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum