OsteoStrong hentar næstum öllum sem geta staðið upp.

„Hjá okkur eru til dæmis einstaklingar sem eru að undirbúa sig fyrir Landvættina og á sama tíma einstaklingar sem eru farnir að þurfa að styðjast við göngugrind og allt þar á milli. Það eru svo margir sem að hafa dottið út úr rútínu með sína hreyfingu tengt Covid og þrá að komast aftur af stað. Það er góð hugmynd prófa OsteoStrong núna í skammdeginu og byrja strax að safna styrk fyrir vorið og útiveruna segir Örn Helgason hinn eigandi OsteoStrong.“

73% sterkari á einu ári

Með því að gera æfingar einu sinni í viku sem taka innan við 10 mínútur, geta notendur aukið styrk sinn um 73% á einu ári. Jafnvægi getur aukist um 77% eftir aðeins fimm skipti. Margir losna við stoðkerfisverki, verki í baki og liðamótum ásamt því að fá betri líkamsstöðu og auka beinþéttni. Það er fljótlegt að stunda OsteoStrong, það tekur fljótt af og árangur er mælanlegur.

Hvernig virkar þetta?

Við byrjum hvern tíma á að hreyfa líkamann á þar til gerðum hristingspöllum í 1-2 mínútur. Þannig verður fólk tilbúnara fyrir átökin. Það eru ekki margir sem vita það en vöðvarnir okkar eru mjög missterkir eftir því hvernig við beitum þeim. Þar sem útlimirnir okkar eru næstum því útréttir eða beygðir í u.þ.b. 120 gráður eru þeir allt að 5-7 sinnum sterkari en þegar að útlimirnir eru dregnir alveg að líkamanum.

Lyftingatæki OsteoStrong eru einstök í heiminum og gerir fólki kleyft að beita sér þar sem vöðvarnir eru sterkastir. Þannig náum við að ýta frá okkur fleiri kílóum og setja þannig mun meira álag á líkaman en við getum flestar aðrar aðstæður og á jafn öruggan hátt og við þekkjum. Við stillum okkur vel þannig að álagið verði sem best, gerum eina prufu og tökum svo rólega á, höldum í nokkrar sekúndur og komum svo rólega til baka í upphafstöðu og förum svo í næstu þrjú tæki. Þegar við erum búin með æfingarnar fjórar förum við aftur á hristingspallana og æfum þar jafnvægið.

Hvað er
OsteoStrong®?

OsteoStrong er tækifæri til að bæta almenna heilsu á stuttum tíma einu sinni í viku. Einstakt kerfi til að auka styrk vöðva, liða og beina.
Play Video

Ávinningur

Fyrir styrk

Gerð var langtíma athugun á 500 meðlimum OsteoStrong þar sem meðalaldur var 52 ár. Þar kom í ljós að meðlimum sem stunduðu OsteoStrong með 10 mínútna æfingum einu sinni í viku tókst að auka styrk sinn að meðaltali um 73% á fyrsta árinu. Á ári tvö voru þau búin að auka styrkinn sinn um 136%, eftir þriðja árið 201% og fjórða árið 290%!

Þetta þýðir að fólk á öllum aldri nær að bæta styrk sinn. Þeir sem eru sterkastir sjá minni mun og þeir sem eru minnst sterkir sjá hraðar mun á sér.

OsteoStrong tækin hjálpa okkur að beita vöðunum í sterkustu stöðu og ná að þann hátt að setja mun meira álag á líkamann en við getum við aðrar aðstæður á öruggan hátt. OsteoStrong æfingarnar hjálpa okkur að fjölga vöðvaþræðlingum innan vöðvaþráða. Það þýðir að vöðvinn vex í styrk og getu en eykur ekki ummál sitt né þyngd að neinu ráði. Nýlegar rannsóknir gefa í skyn að það séu ekki síst innri vöðvar sem njóta aukins styrks við æfingar OsteoStrong.
1. árið
2. árið
3. árið
4. árið
1. árið 43%
2. árið 67%
3. árið 90%
4. árið 100%

Fyrir jafnvægi

Það hefur komið okkur ánægjulega á óvart að fylgjast með meðlimum sem vilja bæta jafnvægið. Sumir finna mun á sér strax eftir fyrsta tíma og það er yfirleitt það fyrsta sem breytist með ástundun OsteoStrong. Það mikla álag sem hægt er að setja á líkamann í tækjum OsteoStrong örvar miðtaugakerfið og við náum að bæta jafnvægið hraðar en við aðrar aðstæður.

Við höfum séð fólk losa sig við göngugrindur, aðra njóta þess betur að hjóla úti og enn aðra höfum við séð leyfa sér að fara í fjallgöngur sem það hefði annars veigrað sér við.

Fyrir líkamsstöðu

Þeir sem þurfa að eyða miklum tíma við skrifborð, fyrir framan tölvu eða bara í spjaldtölvu finna yfirleitt fyrir að líkamsstaðan þeirra versnar. Mikla álagið á bakið sem meðlimir setja á sig í æfingum OsteoStrong hjálpar til við að byggja upp þá vöðva sem halda okkur uppi og hjálpa fólki við að halda góðri líkamsstöðu alla vikuna. Þetta á jafnt við um unga sem aldna.

Fyrir bein-þynningu

Alveg síðan seint á 19. öld hefur verið þekkt að álag eða þyngd á bein eykur beinþéttni. Það er kallað lögmál Wolfs. Um þetta eru til um 20.000 rannsóknir og er vel þekkt í vestrænum lækningum. Þess vegna er fólk hvatt til að lyfta þungu eða hoppa til þess að örva beinvöxt. Í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum er fólk almennt að lyfta um 1,26 til 1,54 margfeldi af eigin líkamsþyngd. Í rannsókn sem birt var árið 2012 kom í ljós hversu mikla þyngd þyrfti til að örva beinþéttni. Kevin Deere (Journal of Bone and Mineral Research) komst að þeirri niðurstöðu að til þess að ná fram almennilegri þéttingu í mjöðm þyrfti krafturinn að vera að minnsta kosti 4,2 sinnum líkamsþyngd viðkomandi. OsteoStrong gerir það mögulegt á jafn öruggan hátt og raun ber vitni.

Hjá OsteoStrong eru notendur oft að lyfta meira en fjórum til átta sinnum sinni eigin líkamsþyngd sem útskýrir hvers vegna þétting beina verður eins mikil og raun ber vitni um. Þessi átök koma einnig af stað þéttingu í vöðvum, sinum og liðböndum sem svo geta bætt líkamsstöðu og minnkað verki í stoðkerfinu.

Fyrir verkjalosun

Við æfingar þéttast og styrkjast vöðvar, sinar og liðbönd halda okkur betur uppi og því losnar fólk oft hratt við verki í baki og liðamótum. Öll uppbygging tekur tíma þó að vikulegri ástundum sé hratt af lokið. Til þess að athuga hvort Osteostrong getur hjálpað þér við verki er sanngjarnt að hugsa það sem allavega 3-6 mánaða verkefni.

Hverjir stunda
OsteoStrong®?

Við heyrum daglega árangurssögur frá meðlimum okkar; lækkuð forgjöf í golfi, þau synda hraðar, njóta þess að hreyfa sig með bætt jafnvægi, sofa betur og líða betur í eigin skinni.

Einstaklingar frá 12-97 ára hafa nýtt sér þjónustu OsteoStrong á Íslandi. Flestir eru 35 ára eða eldri. Mjög margir koma af því að þeir vilja bæta framistöðu sína í íþróttum en enn fleiri koma til þess að styrkja sig og losa sig við verki í liðum og baki. Einnig eru margir sem koma því þeir vilja bæta hjá sér jafnvægið.


Við bjóðum upp á fría prufutíma til þess að fólk geti mátað sig við kerfið. Í undantekningar tilvikum er það ekki augljóst að það takist. Einstaklingar með mjög skerta hreyfigetu eru oft hikandi en reynsla okkar er að ef að einstaklingur getur staðið upp þá hentar OsteoStrong vel.


Þeir sem eru með muscular dystrophy sjúkdóminn ættu ekki að stunda OsteoStrong ásamt þeim sem eru á þriðja hluta meðgöngu og þeim sem eru með mjög háan blóðþrýsting og ekki á lyfjum. Einnig þeir sem eru með opið/nýtt kviðslit.


OsteoStrong gæti líka verið varhugaverður kostur fyrir þá sem eru með mjög mörg (8-10) samfallsbrot í hrygg.

Sársaukalaust Þú þreytist ekki Einu sinni í viku 60 sekúndur af átaki Heimsóknin tekur 20-25 mínútur
Sársaukalaust Þú þreytist ekki Einu sinni í viku 60 sekúndur af átaki Heimsóknin tekur 20-25 mínútur

Eigendur OsteoStrong® á Íslandi

Við vorum stödd á námskeiði í London því að við vorum á tímamótum í lífi okkar. Við vorum að velta því fyrir okkur, hvað okkur langaði til að gera næst. Hvað við vildum meira af og hvað við vildum minn af. Námskeiðið var svaka stuð, 15 klukkutímar á dag í fimm daga og við skemmtum okkur konunglega. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við vildum helst vera saman í rekstri. Ekki bara hittast á morgnanna og á kvöldin heldur vera meira nálægt hvort öðru.
Á síðasta degi var talað um heilsu. Það hvernig maður gæti haft alls konar drauma og hugmyndir um lífið en ef maður hefði ekki heilsu þá væri ólíklegt að maður kæmi jafn miklu í verk og mann langaði. Það var talað um alls kyns hreyfingu, mataræði, hugleiðslu og svoleiðis, en svo var líka talað um OsteoStrong! Við vorum nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í spænskri sveit þannig að okkur fannst fólkið á Íslandi frekar þreytt og stressað. 

Við hugsuðum með okkur að ef að við gætum fært heim möguleika sem gerði jafn mikið á jafn stuttum tíma þá værum við að gera þjóðþrifaverk og fólk gæti þá gefið sér meiri tíma í hreyfingu sem þeim þætti gaman að stunda eða bara hreinlega með fólkinu sínu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Þegar OsteoStrong var stofnað hérna vorum við fimmta landið í heiminum til þess að opna svona stöð. Þúsundir fólks hefur nú þegar fengið frábæran árangur með OsteoStrong og við heyrum daglega sögur af því hvernig OsteoStrong hefur bætt lífsgæði fólks. Það gefur okkar lífi gildi og kraft til þess að halda áfram.

Maður getur verið með allskonar hugmyndir og drauma um lífið en ef heilsan er ekki með manni þá kemur maður litlu í verk”

Staðirnir

Þú getur valið um tvær staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu
Ögurhvarf 2, 203 Reykjavík

419 9200

Hátún 12, 105 Reykjavík

419 9200

Verðskrá

Dagleg notkun á Púlsuðum rafsegulbylgjum 14.900 kr. á mánuði til viðbótar.
Öryrkjar, 67 ára og eldri fá 5% afslátt af verðskrá

Algengar spurningar

Má ég koma og prófa?

Endilega! Við bjóðum upp á fría prufutíma til þess að allir fengið góða kynningu, spurt allra spurninga sem þeim dettur í hug og mátað sig við kerfið. Pruftímarnir eru á fimmtudögum í Hátúni 12 og föstudögum í Ögurhvarfi 2. 
Prufutíminn tekur 60-90 mínútur. Í hann mæta yfirleitt 6-12 manns í einu. Hann hefst á 10-15 mínútna kynningu og svo eru allir leiddir í gegnum OsteoStrong tækin. Ekki er þörf á að koma í sérstökum æfingafötum, bara eins og þér hentar.

Má ég mæta oftar en einu sinni í viku?
Þegar við gerum OsteoStrong æfingarnar þá fara af stað í líkamanum skilaboð um uppbyggingu sem eru mælanleg í blóðinu. Þessi skilaboð eru í hámarki í 5-10 daga eftir æfinguna en fer svo minnkandi. Hámarksuppbygging í OsteoStrong næst þess vegna með því að mæta á 5-10 daga fresti. Þess vegna mælum við með því að þú veljir þér einn dag í viku og tíma sem þér hentar til þess að setja niður fastan vikulegan tíma í OsteoStrong. Þannig er auðveldara að koma æfingunum fyrir í stundatöfluna og þú færð hámarks árangur. Ef þú ert í vaktavinnu og þarf meiri sveigjanleika – þá sveigjumst við með þér.
Afhverju gerum við hverja æfingu bara einu sinni?
Af því að við erum alltaf að leitast eftir því að skila hámarkskrafti hverju sinni. Þá fara að stað í líkamanum skilaboð um uppbyggingu. Við þurfum ekki meir. Ef við reynum að endurtaka náum við sjaldnast upp í sömu kílóatölu og okkur tókst að gera í fyrstu tilraun.
Afhverju eru þetta bara fjögur styrktatæki?
OsteoStrong snýst um að ná að setja hámarks álag á líkamann/stoðkerfið/beinagrindina á sem öruggastan hátt. Tækin eru hendur, fætur, kviður og bak og þannig erum við búin að reyna á allan líkamann nema höfuðið.
Hentar þetta með annari hreyfingu?
Endilega! Við mælum með því að stunda alla þá hreyfingu sem færir ykkur gleði! Þú munt líklega finna fyrir því að þú styrkist líka hraðar í öðru sem þú stundar ef þú gerir það samhliða OsteoStrong. Sumir meðlimir okkar geta ekki stundað aðra æfingu en OsteoStrong og stundum notar fólk OsteoStrong sem stökkpall yfir í aðra hreyfingu. Aðalatriðið er að þú sért að njóta þín.
Er hægt að fá OsteoStrong niðurgreitt?
Flestir lífeyrissjóðir og sumir vinnustaðir bjóða upp á líkamsræktarstyrki. Í langflestum tilvikum er hægt að nýta þessa sjóði til þess að greiða niður ástundun í OsteoStrong. Sumir sjóðir eru tilbúinir að greiða meira. Eina undantekningin sem við þekkjum er að Efling er ekki til í að styrkja ástundun.
Í hvaða fötum á ég að vera?
Bara þeim sem þú vilt! Hingað kemur fólk í kjólum og jakkafötum, íþróttafötum og vinnufötum og allt þar á milli. Ef þú ert í stuttu pilsi finnst þér örugglega auðveldara að vera í þykkum sokkabuxum undir. Ef þú mætir í jakkafötum finnst þér örugglega auðveldara að hengja af þér jakkann og gera æfingarnar á skyrtunni. Við mælum með að vera í sokkum við æfingarnar og í miklum undantekningatilvikum leyfum við fólki að vera í skóm. Ef þú átt erfitt með jafnvægi er ekkert vitlaust að mæta í sokkum með stömum botni.
Hvenær byrja ég að finna mun á mér?
Fólk úr öllum áttum og öllum aldri stundar OsteoStrong þannig að það er erfitt að alhæfa fyrir fjöldann. Sem þumalputtareglu segjum við að til þess að losa sig við verki í liðum þurfi ástundun upp á 3-6 mánuði. Fólk finnur oft mun á jafnvæginu strax eftir fyrsta prufutímann og á 2-3 mánuðum ættu æfingarnar að vera farnar að bæta jafnvægið vel. Ef fólk kemur í OsteoStrong til þess að byggja upp bein þá getur það verið 1-3 ár, allt eftir því hversu slæm beinþynningin er, hversu vel manneskjan innbyrðir næringarefni sem til þarf til að byggja upp bein, hversu vel líkaminn frásogar þau og hversu hentug efnaskiptin eru.
Get ég stundað OsteoStrong ef ég er með gervilið?
Já, það er ekkert mál. Passaðu bara að það séu liðnir 6 mánuðir frá aðgerð. Sumir koma til okkar til að styrkja sig fyrir aðgerð og aðrir til að koma sér aftur á fætur. Athuganir sýna að ástundun OsteoStrong þéttir beinið í kringum nýja liðinn og ætti því frekar að lengja líftíma nýja liðsins.

Biohack

Enska orðið „Biohack“ er notað yfir leiðir til þess að virkja líkamann til þess að bæta sig hraðar en almennt þekkist. Það svipar til þess að „stytta sér leið“. Framkvæmdin er önnur en ávinningurinn sá sami. OsteoStrong er ein þessara lausna en hún styrkir grunnstoð líkamans eða beinagrindina. Það þarf ekki mikinn tíma né sérlega mikinn sjálfsaga til þess að sjá frábærar niðurstöður. Fólk mætir eins og það er klætt og starfsfólk OsteoStrong leiðir það í gegnum ferlið.