Fyrir jafnvægi
Það hefur komið okkur ánægjulega á óvart að fylgjast með meðlimum sem vilja bæta jafnvægið. Sumir finna mun á sér strax eftir fyrsta tíma og það er yfirleitt það fyrsta sem breytist með ástundun OsteoStrong. Það mikla álag sem hægt er að setja á líkamann í tækjum OsteoStrong örvar miðtaugakerfið og við náum að bæta jafnvægið hraðar en við aðrar aðstæður.
Við höfum séð fólk losa sig við göngugrindur, aðra njóta þess betur að hjóla úti og enn aðra höfum við séð leyfa sér að fara í fjallgöngur sem það hefði annars veigrað sér við.
Gunnar B. Pálsson hafði reynt að styrkja jafnvægið og bæta líkamlega getu á margan hátt áður en hann hóf að stunda æfingar hjá OsteoStrong þar sem hann fann fljótt breytingu á líðan
„Ég fann hvernig ég varð sterkari og verkirnir minnkuðu, sérstaklega í brjóstbaki. Það sem mér fannst þó magnaðast var hversu jafnvægið jókst mikið. Nú geri ég mér það að leik að klæða mig á auðveldan hátt í sokkana úti á miðju gólfi á öðrum fæti. Það eru miklar framfarir,“ segir Gunnar.
Birgir og kona hans hafa stundað OsteoStrong og segja að jafnvægið hafi batnað til mikilla muna.
Birgir Viðar Halldórsson er kunnur íþróttamaður sem hefur reynt ýmislegt í gegnum árin. Hann hefur sjálfur rekið líkamsræktarstöð og veit hvað hann syngur í þeim efnum. Hann er ánægður með þjónustuna sem hann fær hjá OsteoStrong