Fyrir líkamsstöðu

Þeir sem þurfa að eyða miklum tíma við skrifborð, fyrir framan tölvu eða bara í spjaldtölvu finna yfirleitt fyrir að líkamsstaðan þeirra versnar. Mikla álagið á bakið sem meðlimir setja á sig í æfingum OsteoStrong hjálpar til við að byggja upp þá vöðva sem halda okkur uppi og hjálpa fólki við að halda góðri líkamsstöðu alla vikuna. Þetta á jafnt við um unga sem aldna.

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri, óháð líkamlegri getu.
Meðlimir geta á von á að minnka verki í baki og liðamótum, lækka langtíma blóðsykur, auka beinþéttni og styrk. Bæta líkamsstöðu, auka jafnvægi og minnka líkur á álagsmeiðslum

Meðlimir OsteoStrong mæta í 10 mínútur einu sinni í viku og auka styrk vöðva, beina, sina og liðbanda umtalsvert. Sérhæfð tæki bjóða notendum að nýta vöðva í hámarks aflstöðu

„Notendur gera æfingar undir handleiðslu þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á allan líkamann,“ segir Svanlaug. „Munurinn á venjulegum líkamsræktartækjum og þessum, er að hreyfingin er örlítil og hefst þar sem útlimirnir eru nær alveg útréttir. Tækin veita mótstöðu sem síeykst, eftir því sem notandinn reynir meira á sig. Það þarf aðeins örstutt átak, eða um 15 sekúndur, fyrir hverja æfingu. Þá hefur miðtaugakerfið fengið upplýsingar um að þörf sé á uppbyggingu og hefst handa við að þétta bein og styrkja vöðva, liðbönd og sinar.“

Má ég koma og prófa?

Endilega“ Við bjóðum upp á fría prufutíma til þess að allir fengið góða kynningu, spurt allra spurninga sem þeim dettur í hug og mátað sig við kerfið. Pruftímarnir eru á miðvikudögum í Ögurhvarfi 2 og fimmtudögum í Hátúni 12. Prufutíminn tekur 60-90 mínútur. Í hann mæta yfirleitt 6-12 manns í einu. Hann hefst á 10-15 mínútna kynningu og svo eru allir leiddir í gegnum OsteoStrong tækin. Ekki er þörf á að koma í sérstökum æfingafötum, bara eins og þér hentar.

Bóka prufutíma