Fyrir verkjalosun

Við æfingar þéttast og styrkjast vöðvar, sinar og liðbönd halda okkur betur uppi og því losnar fólk oft hratt við verki í baki og liðamótum. Öll uppbygging tekur tíma þó að vikulegri ástundum sé hratt af lokið. Til þess að athuga hvort Osteostrong getur hjálpað þér við verki er sanngjarnt að hugsa það sem allavega 3-6 mánaða verkefni.

Einstaklingar frá 12-97 ára hafa nýtt sér þjónustu OsteoStrong á Íslandi. Flestir eru 35 ára eða eldri. Mjög margir koma af því að þeir vilja bæta framistöðu sína í íþróttum en enn fleiri koma til þess að styrkja sig og losa sig við verki í liðum og baki. Einnig eru margir sem koma því þeir vilja bæta hjá sér jafnvægið.

Guðmundur Helgi Hjaltalín las í blaði að OsteoStrong gæti hjálpað honum að losna við bakverki. Það hefur komið honum á óvart hversu vel æfingarnar virkuðu á líkamann. 

Ég var búinn að vera með verk í baki í nokkurn tíma. Ég á ung börn, þriggja og fimm ára, maður er alltaf að taka þau upp og bera. Þá bara stendur ekki til boða að vera með verk í bakinu,“ segir Guðmundur.  Á öðrum mánuði var ég orðinn allur annar og núna finnst mér ég bara búa í líkama sem er 100%. Ég held að það sé enginn munur á mér líkamlega núna og fyrir tíu árum og ég þakka það æfingunum mínum hjá OsteoStrong.

Helgi Már Þórðarson, íþróttafræðingur og einkaþjálfari, fór að stunda OsteoStong eftir að hann fór að finna fyrir verkjum í líkamanum.

Helgi Már Þórðarson, varð hissa þegar hann fann hversu OsteoStrong breytti líðan hans til betri vegar. Þegar ég byrjaði í ástundun hjá OsteoStrong var ég slæmur í baki, öxl og hálsi. Ég var rosalega duglegur í OsteoStrong í hálft ár. Lagði mig fram um að missa aldrei úr tíma af því að ég fann mun á mér eftir bara nokkrar vikur. Verkirnir hurfu alveg. Bara OsteoStrong einu sinni í viku, ekki neitt annað með.

Viðtal við Helga Má Þórðarson