Guðmundur Helgi Hjaltalín er kerfisfræðingur sem rekur gistiheimili með bróður sínum í frítímanum. Hann er 45 ára, á tvö ung börn og spilar enn fótbolta og körfubolta í hverri viku. Hægt er að fá frían prufutíma hjá OsteoStrong ef fólk vill kynnast æfingunum.
Ég var búinn að vera með verk í baki í nokkurn tíma. Ég á ung börn, þriggja og fimm ára, maður er alltaf að taka þau upp og bera. Þá bara stendur ekki til boða að vera með verk í bakinu,“ segir Guðmundur.
Býr í 100% líkama – 10 árum yngri
„Það var grein í Fréttablaðinu um mann sem hafði náð að losa sig við bakverki með æfingum frá OsteoStrong. Þegar ég las greinina hugsaði ég með mér að fyrst hann gæti það, þá gæti það líka virkað fyrir mig. Ég mætti í nokkur skipti og var smá spældur því fyrst fannst mér ekkert gerast. Á öðrum mánuði var ég orðinn allur annar og núna finnst mér ég bara búa í líkama sem er 100%. Ég held að það sé enginn munur á mér líkamlega núna og fyrir tíu árum og ég þakka það æfingunum mínum hjá OsteoStrong.
Betra jafnvægi í boltanum
„Ég er búinn að spila fótbolta síðan ég var fimm ára. Ég spila fótbolta tvisvar í viku og körfubolta einu sinni í viku sem er ágætis hreyfing, ekki síst miðað við hvað ég er orðinn gamall, það eru svo margir löngu dottnir úr æfingum vegna meiðsla.
Ég finn það á æfingum í boltanum að jafnvægið er orðið betra, þó að það hafi svo sem ekkert endilega verið að trufla mig áður, það er alltaf gott að finna fyrir framförum og verða betri í því sem manni finnst skemmtilegt.“
Af hverju OsteoStrong?
„Fyrst kom ég til þess að losa mig við bakverk en æfingar hjá OsteoStrong eru til að byggja mann upp. Þær auka styrk og losa mann við verki en ég upplifi ekki síður að líkaminn endurnýist við ástundun og að þær virki sem forvörn fyrir slysum eða óhöppum. Ég fékk högg aftan á lærið í boltanum í vor, fékk ráðleggingar um að taka því rólega og bjóst við að verða marga mánuði frá æfingum. En ég náði mér furðu fljótt þannig að ég missti bara tvær vikur úr boltanum. Mér fannst þetta lygilegt. Ég var fljótur að jafna mig og ég trúi því að þar hafi grunnurinn frá OsteoStrong komið sér vel.“
Gott að koma
„Það er svo gott að koma í OsteoStrong. Starfsfólkið er frábært, andrúmsloftið er jákvætt og gott að vera. Þvílkur munur að geta gengið að því. Ég bý í Mosfellsbæ og vinn í Smárahverfinu þannig að þetta er alveg smá krókur til þess að ná í æfingarnar í Hátúninu en það er þess virði fyrir mig,“ segir Guðmundur enn fremur.
Gott fyrir tímabundna
OsteoStrong tekur bara 20 mínútur einu sinni í viku og á einu ári eru meðlimir að styrkja sig um 73%. „Aðrar styrktaræfingar taka svo langan tíma og ég var oft með strengi eftir þær sem truflaði mig. Eftir æfingar hjá OsteoStrong finn ég ekki fyrir neinu slíku.
Ég er kerfisfræðingur hjá Tryggingastofnun og svo tek ég þátt í því með bróður mínum að reka gistihús á Ísafirði í frítímanum. Hann lætur allt gerast og ég læt allt ganga upp. Auk þess á ég tvö lítil börn og yndislega eiginkonu og passa að hafa alltaf tíma til að stunda boltann þannig að það skiptir mig miklu máli að geta stundað þetta á svona stuttum tíma en ekki síður að finna að það sé að skila árangri,“ bætir hann við.
Óvart aftur armbeygjur
„Ég er spenntur yfir þeim breytingum sem ég er að finna fyrir í líkamanum og ég sé fyrir mér að klára alla vega ár hjá OsteoStrong. Ég vil finna hvaða möguleikar langtímaástundun getur fært mér. Ég til dæmis komst óvænt að því um daginn að ég væri sterkari en ég hélt.
Fyrir rúmum fimm árum gerði ég átak í því að æfa armbeygjur og ef ég vandaði mig í beitingu þá náði ég góðum 30 en meira ef ég varð kærulaus. Ég er ekki búinn að gera neinar armbeygjur síðan þá. Ég tók upp á því á fótboltaæfingu um daginn að endurtaka leikinn og þrátt fyrir að hafa ekki gert neinar armbeygjur í þessi ár þá gat ég gert 30 armbeyjur aftur og með hárréttri beitingu. Ég trúði því nú varla sjálfur.“
Meðlimir geta átt von á að:
■Auka styrk
■Minnka verki í baki og liðamótum
■Lækka langtímablóðsykur
■Auka beinþéttni
■Bæta líkamsstöðu
■Auka jafnvægi
■Minnka líkur á álagsmeiðslum
Frír prufutími
„Það er boðið upp á fría prufutíma á miðvikudögum í Ögurhvarfi 2 og á fimmtudögum í Hátúni 12. Ég hvet alla til að bóka sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200.“