Með hækkandi sól og bjartari dögum er fólk smám saman að draga fram hjólin sín, byrjað að hlaupa úti og farið að hlakka til að taka þátt í fjallgöngum og annarri útiveru í sumar. Nýtt fyrirtæki, OsteoStrong, getur hjálpað fólki að flýta fyrir framförum í hreyfingu sem fólk velur sér.
Móttökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segja hjónin Örn Helgason og Svanlaug Jóhannsdóttir sem opnuðu OsteoStrong í Borgartúni nú í janúar. „Hér æfa hlið við hlið ungir sem aldnir og það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fylgjast með meðlimum okkar. Við heyrum daglega sögur af því hvernig fólk finnur fyrir styrkaukningu í daglegu lífi og hefur losnað við verki sem áður héldu aftur af því í leik og starfi,“ segir Örn.
Ástundun OsteoStrong eykur styrk einstaklinga mjög hratt. Bein, vöðvar, liðbönd og sinar þéttast. Meðlimir verða hratt sterkir og losna því oft við ýmsa verki í stoðkerfinu. Hjá OsteoStrong gera meðlimir æfingar í fjórum tækjum. Í heildina tekur æfingin um 10 mínútur en átakið er aðeins í um 60 sekúndur.
Álag á bein styrkir bein
„Á ensku er aðferðin sem beitt er kölluð „osteogenic loading“ sem lauslega þýtt þýðir beinþéttingar-hleðsla. Það er vel þekkt innan vestrænna lækninga að álag á bein leiðir til þess að líkaminn hefst handa við að þétta beinin. Þetta var fyrst uppgötvað á nítjándu öld og nú þegar eru til um 20 þúsund rannsóknir sem styðja það. Það var þó ekki fyrr en 2012 sem kom í ljós hversu mikið það álag þarf að vera. Það er miklu meira en fólk getur yfirleitt lyft í hefðbundnum tækjasal. Tækin sem við notum líta út eins og venjuleg líkamsræktartæki en virka allt öðruvísi. Í tækjunum hjá okkur notar fólk vöðvana í sterkustu stöðu þannig að það getur sett meira álag á beinin en annars. Líkaminn skilur það sem þörf til að styrkja bein og viðkomandi frumur hefjast handa við uppbyggingu af krafti,“ útskýrir Svanlaug.
Um 50% kvenna og 30% karla geta búist við því að brjóta bein eftir fimmtugt. Meðlimir hjá OsteoStrong geta bætt beinþéttni um 14,7% að meðaltali á ári. OsteoStrong hentar öllum sem vilja styrkja vöðva hratt og auka þéttleika beina sinna. Þegar talið berst að beinheilsu hugsa margir til eldra fólks en fleiri njóta góðs af ástundun OsteoStrong.
Misjöfn áhrif ólíkra íþrótta
Örn og Svanlaug greina frá ógnvænlegri nýrri rannsókn sem bendir til þess að keppnisfólk í hjólreiðum gæti verið að setja beinheilsu sína í hættu. „Rannsóknin var gerð í Noregi en þar var borin saman beinþéttni afreksíþróttafólks í hjólreiðum og hlaupum. Þar var komist að því að hjólafólkið, bæði karlar og konur, höfðu þynnri bein en hlaupararnir, þó að allir íþróttamenn væru ungir, heilbrigðir og í frábæru formi og að margt af hjólreiðafólkinu lyfti lóðum,“ lýsir Örn. Hann telur niðurstöðurnar sýna hvernig mismunandi íþróttir hafi mismunandi áhrif á beinagrindina. „Rannsóknin vekur okkur einnig til umhugsunar um langtímaáhrif þess að stunda hreyfingu sem ekki setur högg á beinin.“
Svanlaug segir að í stórum dráttum styðji rannsóknir að hreyfing sé æskileg og jafnvel nauðsynleg fyrir beinheilbrigði. „Börn sem hlaupa, hoppa og leika sér þróa þykkari, sterkari bein en þau sem stunda kyrrsetu. Sömu sögu má segja um unglinga og ungt fólk sem tekur þátt í íþróttum sem fela í sér spretti og stökk.“
Örn segir flesta vísindamenn sammála um að hreyfing af þessu tagi bæti styrk beinagrindarinnar með því að setja snögga þvingun á beinin sem beygi eða afmyndi beinið örlítið. „Slík hreyfing beinanna kemur af stað ferli í líkamanum sem fjölgar beinfrumum í viðkomandi beini til þess að hjálpa því að þola svipað álag í framtíðinni.“
Lyf hafa áhrif á beinin
Ýmsar gerðir af lyfjum eru taldar hafa mjög slæm áhrif á þéttleika beina. Krabbameinsmeðferðir, steranotkun yfir langan tíma og örvandi lyf eins og gefin eru við ofvirkni geta gert beinin gisin. Magasýrulyf minnka oft getu magans til þess að soga að sér næringarefni sem getur gert það að verkum að beinunum berast ekki rétt næringarefni til þess að byggja sig upp.
Hjálpar fólki með vefjagigt
„Margir koma til okkar því að þeir vilja bæta árangur sinn í alls kyns hreyfingu. Aðrir fyrir betri beinþéttni. Það hefur glatt okkur að fólk sem annars hefur ekki getað stundað mikla hreyfingu nýtur þess að stunda hana hjá okkur,“ segir Örn. Hann tekur dæmi um einstaklinga með vefjagigt. „Þeir þola yfirleitt illa álag á líkamann í langan tíma. Þar sem æfingar hjá OsteoStrong taka fljótt af upplifa einstaklingar með vefjagigt oft betri líðan og aukna hreysti. Við endurnýjun áskriftar að loknum fyrsta mánuði sagði einn meðlimur: „Ég er búin að vera á hámarks verkjalyfjaskammti síðastliðin tvö og hálft ár og mikla vefjagigt í tíu ár. Í dag er ég nánast hætt að taka lyf, þökk sé OsteoStrong,““ segir Örn glaður frá.
Hægt er að fá frían kynningartíma í síma 419 9200 eða með því að skrá sig á www.osteostrong.is.
Mikilvægi beina
Bein eru mikilvægari en þú gætir haldið. Frá höfði niður í tær styðja beinin líkama okkar og hjálpa okkur að halda líkamsstöðu. Beinin framkvæma mikilvægar aðgerðir fyrir mannslíkamann, styðja meðal annars við hreyfingu, framleiða blóðflögur, stýra flæði ýmissa steinefna og verja innyflin. Án beinagrindarinnar gætum við ekki hreyft okkur.
Bein og vöðvar vinna saman
Miðtaugakerfið leyfir vöðvunum ekki að öðlast meiri styrk en beinin geta valdið. Þetta þýðir að sama hversu mikið þú þjálfar, þá endar styrktaraukningin á því að staðna nema að frumurnar sem framleiða nýjan beinvef séu virkjaðar.
Einfalt að stunda OsteoStrong
Heimsóknin tekur 10 til 20 mínútur. Fólk mætir í venjulegum fötum, gerir æfingar á sokkunum og svitnar ekki. Hvort sem fólk er að leita eftir að bæta styrk beina út af beinþynningu eða er íþróttafólk að leitast eftir að ná sér í samkeppnisforskot, þá býður OsteoStrong upp á lausn sem ekki fæst annars staðar.