Þegar líður að jólum líður líka að óteljandi áramótaheitum. Eitt það vinsælasta er að koma sér í form og það verður auðveldara en nokkru sinni áður eftir áramót, þegar OsteoStrong kemur til Íslands.
Á nýju ári opna hjónin Svanlaug Jóhannsdóttir og Örn Helgason fyrirtækið OsteoStrong á Íslandi í Borgartúni 24. Fyrirtækið styrkir bein og vöðva svo um munar á aðeins 60 sekúndum, einu sinni í viku. Hjónin kynntust eigendum fyrirtækisins í Bretlandi í apríl síðastliðnum. „Eins og allir hinir hugsuðum við fyrst: Þetta er of gott til að vera satt!“ segir Svanlaug. „En svo skoðuðum við rannsóknirnar, hittum vísindamanninn og þau sem sjá um alþjóðavæðingu fyrirtækisins, sem eru í dag góðir vinir okkar.
OsteoStrong byggir á algerlega einstakri nýrri tækni sem var byrjað að nýta utan Bandaríkjanna á þessu ári,“ segir Svanlaug. „Hún byggir á rannsóknum sem hafa verið til í yfir hundrað ár en hefur ekki tekist að nýta á öruggan hátt fyrr en núna. Tækin sjálf hafa svo verið í þróun í 20 ár.“
Einstök beinþéttni og styrking
„Þegar við tölum um beinheilsu hugsa flestir um gamalt fólk,“ segir Svanlaug. „En styrkur beina skiptir máli fyrir alla. Styrkur vöðva takmarkast af styrk beina og því er OsteoStrong ekki síður mikilvægt fyrir íþróttafólk sem vill ná yfirburða árangri. Það kemur líka á óvart hversu margir eru með gisin bein út af lyfjum eða lélegu mataræði.
Almenn beinþéttnilyf þétta bein um 2% á ári að meðaltali, en rannsóknir sýna að OsteoStrong getur bætt beinþéttni að meðaltali um 14,7% á hálfu ári,“ segir Svanlaug. „Jafnvægi eykst að meðaltali um 77% eftir fimm skipti. Styrkur eykst líka að meðaltali um 73% eftir eitt ár og 290% eftir fjögur ár. Blóðsykur, eða HbA1c, getur líka lækkað um 8,8% á hálfu ári.
Við þekkjum ekkert annað sem getur þétt bein með svo miklum hraða né boðið upp á svona mikla styrkingu á jafn stuttum æfingatíma,“ segir Svanlaug. „OsteoStrong er einstakur staður þar sem viðskiptavinir bæta heilsuna með því að bæta grunninn: beinagrindina.“
Með því að styrkja beinagrindina getur viðskiptavinur átt von á að:
l Auka beinþéttni
l Bæta líkamsstöðu
l Auka jafnvægi
l Auka styrk
l Bæta árangur í íþróttum
lMinnka verki í baki og liðamótum
l Lækka blóðsykur
Heilsubót í áskrift
„OsteoStrong virkar fyrir fólk á öllum aldri, óháð styrk. Viðskiptavinir mæta á þar til gerða stöð í hverri viku í innan við tíu mínútur í hvert skipti. Mælanlegur árangur sést mjög hratt,“ segir Svanlaug.
„Okkur hefur lengi dreymt um að vinna saman að því að bæta líf fólks á einhvern hátt. Það small eitthvað þegar við kynntumst þessu verkefni. Við gátum ekki beðið!“ segir Örn.
Viðskiptavinir gerast áskrifendur að þjónustunni og þegar nýr viðskiptavinur gengur til liðs við OsteoStrong fer hann í gegnum mat þar sem jafnvægi, styrkur og beinþéttni eru mæld. Þannig fær viðskiptavinurinn skýra sýn á hvað þarf að bæta og hvaða möguleikar séu í boði til vaxtar,“ segir Svanlaug. „Þetta mat er endurtekið reglulega til þess að varpa ljósi á árangurinn.“
Nýta lögmál Wolffs
„Á ensku er aðferðin sem við beitum kölluð „osteogenic loading“ sem þýðir beinþéttingar-álag, lauslega þýtt. Rannsókn sem var framkvæmd fyrst seint á nítjándu öld leiddi í ljós svokallað lögmál Wolffs, sem gengur út á að ef það tekst að leggja þunga á beinin þá skilur líkaminn það sem þörf til að styrkja bein og viðkomandi frumur hefjast handa við uppbyggingu af krafti,“ segir Svanlaug. „Þessar rannsóknir eru viðurkenndar af læknavísindum um allan heim og hluti af grunnkennslu lækna í hinum vestræna heimi. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2012 sem Kevin Deere uppgötvaði að það þarf mjög mikið álag, meira en búist var við í upphafi. Til dæmis þarf 4,2 sinnum þunga einstaklings til þess að styrkja mjaðmabein. Fáir geta lyft slíkri þyngd en í OsteoStrong verður slíkt álag mögulegt eftir nokkur skipti.“
Senda miðtaugakerfinu skilaboð
„Notendur gera æfingar undir handleiðslu þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á alla beinagrindina. Tækin eru kölluð Spectrum. Fótapressa, niðurtog, upptog og eitthvað sem má líkja við sitjandi bekkpressu,“ segir Svanlaug. „Munurinn á venjulegum líkamsræktartækjum og þessum er að ekki er um eiginlega hreyfingu að ræða heldur veitir vélin mótstöðu sem síeykst eftir því sem notandinn reynir meira á sig. Það þarf aðeins örstutt átak, eða um 15 sekúndur, fyrir hverja æfingu. Þá hefur miðtaugakerfið fengið upplýsingar um að þörf sé á uppbyggingu og hefst handa við að þétta bein og styrkja liðbönd og sinar.
Þegar notandi stígur á tækið ber hann kort með örflögu upp að skjánum og tækið stillir sig í rétta stöðu fyrir viðkomandi,“ segir Svanlaug. „Á skjá sér svo notandinn hver árangurinn var þegar hann hóf fyrst notkun á tækjunum, hver besti árangurinn er og hver síðasti árangur var í kílóum. Þessar upplýsingar eru sérlega hvetjandi til þess að gera betur í hvert sinn sem notandi æfir.
Spectrum tækin voru fundin upp af dr. John Jaquish, sem er sérstakur ráðgjafi OsteoStrong. Dr. Jaquish hefur komið fram á heimsþingi um beinþynningu og er í stjórn „American Bone Health“,“ segir Svanlaug. „Hann heldur fyrirlestur á hátíðaropnun OsteoStrong á Íslandi, sem verður í lok janúar.“
Aukinn árangur án slysahættu
„Í venjulegri íþróttaiðkun og lyftingum nær fólk yfirleitt aðeins að setja þyngd á beinagrindina sem samsvarar 1,26 – 1,54 sinnum líkamsþyngd sinni,“ segir Svanlaug. „En eftir nokkur skipti hjá OsteoStrong er það oft að setja þyngd á beinin sem samsvarar 5-8 sinnum líkamsþyngd sinni.
Á sama hátt og enginn getur kreppt hnefann svo fast að hann brjóti beinin í sjálfum sér, takmarkar líkaminn sjálfur það álag sem hann leggur á sig hverju sinni hjá OsteoStrong,“ segir Svanlaug.
Frekari upplýsingar má fá á www.osteostrong.me eða í síma 419-9200.