OsteoStrong er byltingarkennt kerfi sem hjálpar fólki að styrkja vöðva, minnka verki í liðum og stoðkerfi, styrkja bein og auka jafnvægi með góðum árangri. Ástundun tekur stuttan tíma, eða 10 mínútur á viku.
Fólk mætir í venjulegum fötum, tekur á, svitnar ekki en getur fylgst mjög vel með styrktaraukningu. „Það er ómetanlegt að sjá hvernig meðlimir okkar upplifa bætt lífsgæði. Ein af þeim sem stundar golf náði loksins að lækka forgjöfina sína um fjóra, eftir aðeins tveggja mánaða ástundun. Annar getur loksins labbað niður fjall án þess að finna fyrir verkjum og mjög margir geta loksins hlaupið mun lengra en áður.“
„Það skiptir okkur miklu máli að fólk sé alltaf að keppa við sig sjálft, en ekki eitthvert meðaltal,“ segir Örn Helgason, annar eigandi OsteoStrong. „Styrktaraukning er mjög hröð hérna og fólk er að meðaltali að bæta sig um 73% á ári. Eftir að þessum 10 mínútum lýkur er fólki svo boðið að leggjast á PEMF bekki í slökun, sem hjálpar blóðflæði og dregur úr bólgum í líkamanum,“ bætir hann við.
Eftir aðeins fimm skipti er fólk að meðaltali búið að bæta jafnvægi um 77%. Fyrir suma þýðir það að þeir eru betri í golfi, eða stöðugri í jógatímum.
2.800 Íslendingar hafa prófað OsteoStrong
„Móttökurnar hafa verið mjög jákvæðar. Við heyrum gleði- og árangurssögur nánast á hverjum degi,“ segir Örn. „Það er frábært að fá svona mikla staðfestingu á því að kerfið virkar, en mest gefandi að vita að það sem maður starfar við geti breytt lífi fólks svona mikið til hins betra. Við höfum tekið á móti 2.800 manns hérna í Borgartúninu á árinu og núna stunda 300 manns OsteoStrong vikulega. Sumir koma bara í nokkra mánuði og þurfa ekki meira, þeir sem vinna að beinauppbyggingu þurfa allavega að vera hjá okkur í eitt ár. Aðrir hafa ákveðið að gera ástundun að hluta af heilbrigðum lífsstíl,“ bætir hann við. „Það hefur líka verið ánægjulegt hversu mikið af fólki úr heilbrigðisgeiranum hefur kynnt sér starfsemina, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir sem láta sig heilbrigði varða.“
Álag þéttir vöðva
Með því að setja álag á líkamann hvetjum við hann til þess að styrkja sig. Tæki OsteoStrong gera meðlimum kleift að ýta frá sér fleiri kílóum en er mögulegt annars staðar. Með ástundun þéttast beinin, vöðvar, sinar og liðbönd. Hjá OsteoStrong tekst fólki oft að setja á sig álag sem samsvarar margfaldri líkamsþyngd þess með jafn öruggum hætti og hægt er. „Þess vegna gerast hlutirnir oft hraðar hérna heldur en við aðra hreyfingu. Fólk finnur í framhaldi oft fyrir minni verkjum, betra jafnvægi og meiri orku. Þá er svo miklu skemmtilegra að vera til,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, eigandi.
Betra jafnvægi
„Það má búast við því að jafnvægið batni hratt. Eftir aðeins fimm skipti er fólk að meðaltali búið að bæta það um 77%. Fyrir suma þýðir það að þeir eru betri í golfi, eða stöðugri í jógatímum. Fyrir aðra þýðir þetta að þeir geta sleppt göngugrindinni, eða átt auðveldara með að ganga.“
Alls konar fólk
Fólk sem stundar OsteoStrong er á öllum aldri og mjög mismunandi á sig komið. Margir nota þetta sem viðbót við aðra þjálfun, en fyrir suma er þetta það eina sem þeir geta stundað.
„Það er ekki meiningin að við séum eina hreyfingin sem fólk stundar. Við hvetjum fólk endilega til að gera allt sem því þykir skemmtilegt. Fyrir suma erum við það fyrsta sem þeir geta gert eftir að hafa dottið út úr hreyfingu í langan tíma. Fyrir aðra þá erum við einmitt hjálpin sem þarf, til þess að ná markmiðum sínum í maraþoninu,“ bætir Örn við og brosir.
Hámarksárangur á lágmarkstíma hjá OsteoStrong
„Við hjónin stofnuðum þetta fyrirtæki til þess að hjálpa fólki að fá hámarksárangur hreyfingar á lágmarkstíma. Ég var ekkert sérstaklega að hugsa um sjálfan mig í því samhengi. Ég hef alltaf verið hraustur. En svo fattaði ég allt í einu að ég var farinn að geta synt bringusund, sem ég hafði ekki getað í tólf ár út af hnénu á mér. Ég varð stundum þreyttur í bakinu, en það er alveg búið. Líkamsstaða mín er betri, ég er með opnari bringu og ber mig betur. Ég er orkumeiri, hressari og verð ekki veikur. Ég á líka auðveldara með að stjórna mataræðinu, því að ástundun OsteoStrong hefur áhrif á blóðsykurinn. Ég er líka orðinn svo sterkur að ég næ að gera allt sem mér dettur í hug án þess að finna fyrir því daginn eftir. Við vinnum mjög mikið því við erum með nýtt fyrirtæki, svo að allur okkar frítími fer í að njóta þess að vera með börnunum okkar. Við stundum siglingar hjá siglingafélaginu Ými í Kópavogi. Dóttur minni finnst skemmtilegast að sigla skútu og Svanlaugu finnst skemmtilegast að sigla kajak. Svo fórum við í það að laga pallinn, eins og allir Íslendingar í sumar. Við ætlum að halda partí í tilefni þess að sumarið sé búið og allir komist aftur í rútínu. Allar árstíðir bjóða upp á eitthvað spennandi,“ segir Örn.
OsteoStrong býður upp á ókeypis prufutíma í júlí og ágúst í Borgartúni 24. Áhugasamir geta skráð sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200.