frettabladid-is

Gakktu lengra – sláðu hraðar

Meðlimir OsteoStrong mæta í 10 mínútur einu sinni í viku og auka styrk vöðva, beina, sina og liðbanda umtalsvert. Sérhæfð tæki bjóða notendum að nýta vöðva í hámarks aflstöðu.

Það er svo gaman að fylgjast með fólki á vorin og sumrin. Þá haldast von og vor í hendur og allir eru svo spenntir að takast á við spennandi verkefni úti við, hvort sem það þýðir að smíða pall, spila golf eða synda í sjónum. Við vitum hins vegar að það getur verið erfitt að komast almennilega af stað, eða að fólk finnur mikið fyrir átökunum í kroppnum daginn eftir. Þar getur OsteoStrong hjálpað verulega til. Við viljum endilega styrkja fólk í því að njóta íslenska sumarsins sem best. Heimsókn í OsteoStrong tekur í heildina um 20 mínútur einu sinni í viku og þá fær fólk enn meira út úr útiverunni og hreyfingunni,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigandi OsteoStrong. Hún bætir við: „Við leggjum áherslu á gott viðmót og notalegt umhverfi og erum svo stolt þegar við heyrum það út undan okkur að það hafi tekist.“

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri, óháð líkamlegri getu.

Meðlimir geta átt von á að:

Minnka verki í baki og liðamótum

Lækka langtíma blóðsykur

Auka beinþéttni

Bæta líkamsstöðu

Auka jafnvægi

Auka styrk

Minnka líkur á álagsmeiðslum

Þeir sem stunda æfingar hjá OsteoStrong njóta handleiðslu þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á allan líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
73 prósentum sterkari á ári

„Enginn annar möguleiki sem við þekkjum býður upp á að þétta bein með svo miklum hraða, eða býður upp á svona mikinn styrk á jafn stuttum æfingatíma,“ segir Örn Helgason, annar eigandi OsteoStrong. Athuganir á árangri meðlima sýna að þeir eru að meðaltali að styrkja sig um 73 prósent á ári.

Betri golfsveifla

Niðurstöður könnunar sem gerð var á reyndum iðkendum í golfi leiddu í ljós verulega bætingu með ástundun OsteoStrong eftir einungis fjögur skipti. Meðaltal bætingar á snúningsgetu axla var um 13 gráður, hröðun kylfuhauss um 8,05 km á klst. og hraði golfbolta jókst um 14,5 km á klst.

Jafnvægið er eitt af því fyrsta sem meðlimir taka eftir að aukist. Meðalbæting er 77 prósent eftir fimm skipti. Jafnvægi er lykilatriði fyrir þá sem vilja ná árangri í golfi. Það hjálpar til dæmis við að enda sveifluna með þungann framar á fótunum.

Svíinn Sophila Gustafson er fyrrverandi þátttakandi í bandarísku LGPA-mótaröðinni í golfi og lífstíðarmeðlimur í Evrópumótaröð kvenna. Hún vann LPGA-mótaröðina fimm sinnum og 23 alþjóðlega titla á sínum keppnisferli. Sophia var svo ánægð með OsteoStrong að hún gerðist einn af eigendum OsteoStrong í Svíþjóð og Danmörku.

Rauð og innfrarauð ljós bæta kollagenframleiðslu húðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hvetjandi upplýsingar

„Notendur gera æfingar undir handleiðslu þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á allan líkamann,“ segir Svanlaug. „Munurinn á venjulegum líkamsræktartækjum og þessum, er að hreyfingin er örlítil og hefst þar sem útlimirnir eru nær alveg útréttir. Tækin veita mótstöðu sem síeykst, eftir því sem notandinn reynir meira á sig. Það þarf aðeins örstutt átak, eða um 15 sekúndur, fyrir hverja æfingu. Þá hefur miðtaugakerfið fengið upplýsingar um að þörf sé á uppbyggingu og hefst handa við að þétta bein og styrkja vöðva, liðbönd og sinar.“

Þegar notandi stígur á tækið ber hann kort með örflögu upp að skjánum og tækið stillir sig í rétta stöðu fyrir viðkomandi, að sögn Svanlaugar.

„Notandinn sér á skjánum hver árangurinn var þegar hann hóf fyrst notkun á tækjunum, hver besti árangurinn er og hver síðasti árangur var í kílóum. Þessar upplýsingar eru sérlega hvetjandi til að gera betur í hvert sinn sem notandi æfir.“

Varð fljótlega verkjalaus

„Osteostrong er í mínum huga styrkur, kraftur og hreysti. Ég varð fljótlega verkjalaus eftir að hefja ástundun hérna. Ég fann það strax eftir fyrsta tímann og hef fundið það aukast síðan að þegar ég er að ganga á fjöll finn ég fyrir meiri krafti, meiri orku og meiri gleði. Alltaf þegar ég kem í OsteoStrong mætir mér hlýja, virðing og fagmennska. Ég er þakklát fyrir að hafa verið leidd hér inn og mun vera hér áfram.”

– Lísbet Grímsdóttir, lífeindafræðingur og fjallgöngumaður.

Frír prufutími

„Við bjóðum upp á fría prufutíma fyrir alla. Þetta er ný hugmynd og það er gaman að geta sýnt fólki hvað við gerum. Flestir koma til okkar með margar spurningar, en fara frá okkur spenntir, glaðir og með skýra sýn á það hvernig OsteoStrong getur hjálpað þeim,“ segir Örn.

OsteoStrong er í Borgartúni 24. Frekari upplýsingar má finna á osteostrong.is og í síma 419 9200.

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum