frettabladid-is

Meiri styrkur – minni verkir

OsteoStrong á Íslandi var opnað fyrir tveimur árum í Reykjavík. Þar stunda meðlimir æfingar í sérhæfðum tækjum í tíu mínútur einu sinni í viku og bæta þar með styrk vöðva, auka jafnvægi, lækka blóðsykur og minnka verki. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Svanlaugar Jóhannsdóttur og Arnar Helgasonar og hefur verið mjög vel tekið.

Notendur gera æfingar undir handleiðslu þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á allan líkamann,“ segir Svanlaug. „Munurinn á venjulegum líkamsræktartækjum og þessum, er að hreyfingin er örlítil og hefst þar sem útlimirnir eru nær alveg útréttir. Átakið er hins vegar meira en fólk er vant án þess að verða manni nokkurn tíma ofviða. Tækin veita mótstöðu sem síeykst, eftir því sem notandinn reynir meira á sig. Það þarf aðeins örstutt átak, eða um 15 sekúndur, fyrir hverja æfingu. Þá hefur miðtaugakerfið fengið upplýsingar um að þörf sé á uppbyggingu og hefst handa við að þétta bein og styrkja vöðva, liðbönd og sinar.“

Þegar notandi stígur á tækið ber hann kort með örflögu upp að skjánum og tækið stillir sig í rétta stöðu fyrir viðkomandi, að sögn Svanlaugar. „Notandinn sér á skjánum hver árangurinn var þegar hann hóf fyrst notkun á tækjunum, hver besti árangurinn er og hver síðasti árangur var í kílóum. Þessar upplýsingar eru sérlega hvetjandi til að gera betur í hvert sinn sem notandi æfir.“

Nýja húsnæðið er að Hátúni 12. OsteoStrong flytur þangað fljótlega.
OsteoStrong í sókn

OsteoStrong hefur verið starfrækt í Borgartúni 24 síðastliðin tvö ár en flytur í þessum mánuði í Hátún 12 (inngangur 5). „Það stóð til að byggja við húsið í Borgartúninu en ekki fékkst leyfi fyrir því svo rífa þarf húsið. Við förum ekki langt, næstum því bara í næstu götu. Við erum að undirbúa að opna aðra stöð á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur komið til okkar af fyrirspurnum utan af landi og erum við mjög spennt yfir möguleikanum á að fá að þjóna fleiri svæðum á Íslandi.

Tíminn er núna

OsteoStrong getur hentað næstum öllum. Hjá okkur eru til dæmis einstaklingar sem eru að undirbúa sig fyrir þríþraut og á sama tíma einstaklingar sem eru farnir að þurfa að styðjast við göngugrind. Það eru svo margir sem að hafa dottið út úr rútínu með sína hreyfingu tengt COVID og þrá að komast aftur af stað. Aðrir sem hafa lært að meta göngutúra og sund alveg upp á nýtt. OsteoStrong getur nýst gríðarlega vel en með styrktaræfingum OsteoStrong geta meðlimir að meðaltali náð að styrkja sig um 73% á ári. Það er góð hugmynd að prófa OsteoStrong núna og geta þannig farið öflugri inn í sumarið.

 

Margir golfarar sem og aðrir útivistarmenn leita til OsteoStrong til að byggja upp líkamlega getu.
Betri golfsveifla

Niðurstöður könnunar sem gerð var á reyndum iðkendum í golfi leiddu í ljós verulega bætingu með ástundun OsteoStrong eftir einungis fjögur skipti. Meðaltal bætingar á snúningsgetu axla var um 13 gráður, hröðun kylfuhauss um 8,05 km á klst. og hraði golfbolta jókst um 14,5 km á klst. Jafnvægið er eitt af því fyrsta sem meðlimir taka eftir að aukist. Meðalbæting er 77 prósent eftir fimm skipti. Jafnvægi er lykilatriði fyrir þá sem vilja ná árangri í golfi. Það hjálpar til dæmis við að enda sveifluna með þungann framar á fótunum. Svíinn Sophila Gustafson er fyrrverandi þátttakandi í bandarísku LGPA-mótaröðinni í golfi og lífstíðarmeðlimur í Evrópumótaröð kvenna. Hún vann LPGAmótaröðina fimm sinnum og 23 alþjóðlega titla á sínum keppnisferli. Sophia var svo ánægð með OsteoStrong að hún gerðist einn af eigendum OsteoStrong í Svíþjóð og Danmörku.“

OsteoStrong í allri Skandinavíu

„Þegar við opnuðum vorum við fimmta landið í heiminum til þess að veita þessa þjónustu. Nú eru löndin farin að nálgast tíu og OsteoStrong er alls staðar í Skandinavíu. Það er gaman og gefandi að vera hluti af alþjóðateymi OsteoStrong. Eigendur hafa allir örlítið mismunandi nálgun. Eigandi OsteoStrong í Danmörku er yfirleitt að vinna í rannsóknum til þess að búa til lausnir fyrir Alzheimersjúklinga á milli þess sem hann hnyklar vöðvana. Eigendur OsteoStrong í Svíþjóð voru áður atvinnuknattspyrnumenn auk læknis sem er sérfræðingur í beinum á Karolinska sjúkrahúsinu. Í Noregi hugsa þeir mikið um möguleika sína til þess að bæta samfélagið. Þegar við stofnuðum OsteoStrong þá vorum við nýflutt til Íslands frá Spáni og fannst stressið á Íslandi full mikið.

 

„Það eru svo margir sem hafa dottið út úr rútínu með sína hreyfingu tengt COVID og þrá að komast aftur af stað,“ segir Örn en fólk leitar til OsteoStrong til að komast í betra líkamlegt form. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Okkur fannst þá gríðarlega verðmætt að fólk gæti fundið fyrir svona miklum og margvíslegum breytingum á líkamanum á bara 20 mínútna iðkun í viku – þar af væru í ofanálag 10 mínútur bara í slökun! Hversu hratt fólk hefur náð að losa sig við þráláta verki, náð að færast mikið í fang út af auknum styrk og betra jafnvægi er magnað. Einn meðlimur er búinn að vera hjá okkur næstum því frá upphafi. Hann er með vefjagigt, treystir algerlega á OsteoStrong til þess að halda sér gangandi.

Hann upplýsti okkur um það um daginn að hann væri að flytja úr landi – en að hann hefði sett það sem skilyrði að nýr staður væri með starfandi OsteoStrong-stöð! Skemmtilegar sögur eins og þessi minna okkur á að hlutverkið er mikilvægt og áhrifin sterk,“ segir Svanlaug, annar eigandi OsteoStrong.

 

Æfingarnar eru ekki erfiðar en engu að síður mjög áhrifamiklar.

Meðlimir geta átt von á að:

  • Minnka verki í baki og liðamótum
  • Lækka langtímablóðsykur
  • Auka beinþéttni
  • Bæta líkamsstöðu
  • Auka jafnvægi
  • Auka styrk
  • Minnka líkur á álagsmeiðslum
OsteoStrong bjargaði lífi mínu

„Ég vinn skrifstofuvinnu þannig að ég þarf oft að sitja meira en ég kæri mig um. Ég hafði alltaf stundað venjulega líkamsrækt af miklu kappi en ég upplifði það fyrir nokkrum árum að ég fékk verki framan í mjaðmirnar. Fór lækna á milli og þar fannst ekkert. Dóttir mín benti mér á þjálfara sem kenndi mér teygjur sem hjálpuðu til. Ég var líka hjá kírópraktor þrisvar í viku. En svo hélt þessi þróun áfram og ég var með sífellda verki í mjöðmum og taugaverki niður í fætur, ég gat illa setið og átti mjög erfitt með svefn því ég þurfti sífellt að vera að bylta mér á nóttunni.

Ég var búin að fylgjast með greinum frá OsteoStrong og árangurssögum frá meðlimum þeirra. Það voru ummæli þessa fólks sem komu mér af stað. Fyrst allt þetta fólk upplifði svona mikil lífsgæði, ætti ég ekki að geta fengið þau líka? Þetta hlýtur að vera eitthvað!

Svo allt í einu las ég aftur grein og sagði við sjálfa mig „Guðrún, nú prófar þú þetta!“. Eftir bara nokkurra vikna ástundun hjá OsteoStrong þá bara hættu þessir verkir. Nú sef ég bara heilu næturnar og er verkjalaus. Ég er bara endalaust þakklát fyrir þessa þjónustu og að hafa komið mér af stað. Allt starfsfólkið er svo yndislegt þarna og stemningin ljúf. Það eru æðisleg lífsgæði að fá að lifa allan daginn verkjalaus.

Takk fyrir mig.

Guðrún Rósa Sigurðardóttir.

Frír prufutími

„Við bjóðum upp á fría prufutíma fyrir alla. Þetta er ný lausn og það er gaman að geta sýnt fólki hvað við gerum. Flestir koma til okkar með margar spurningar, en fara frá okkur spenntir, glaðir og með skýra sýn á það hvernig OsteoStrong getur hjálpað þeim,“ segir Örn, annar eigandi OsteoStrong.

OsteoStrong er í Borgartúni 24 en flytur bráðlega í Hátún 12.

Frekari upplýsingar má finna á osteostrong.is og í síma 419 9200.

 

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum