frettabladid-is

Leikur sér að jafnvæginu

OsteoStrong er nýlegt kerfi sem hjálpar fólki að bæta líkamlegt atgervi hratt og örugglega í stuttri heimsókn einu sinni í viku. Ástundun tekur stuttan tíma úr vikunni og getur hjálpað alls konar fólki af stað. Fólk svitnar ekki og því þarf engin fataskipti eða sturtu.

Ég lenti í tveimur bílslysum með tiltölulega skömmu millibili. Það var keyrt inn í vinstri hlið bílsins þannig að ég var með mjög erfiða áverka á allri vinstri hlið líkamans. Í bæði skiptin fékk ég slæmt höfuðhögg og var með lélegt jafnvægi vinstra megin,“ segir Gunnar B. Pálsson sem starfar sem grunnskólakennari.

Hann segir að margt í hans daglega lífi hafi verið erfitt.

„Ég var með mikla verki og illa haldinn. Ég fór í endurhæfingu í tvígang en kom þreyttari út á eftir en áður en ég fór inn. Ég reyndi að byggja mig upp á venjulegum líkamsræktarstöðvum en það fór bara illa í mig og ég varð bara verri,“ segir Gunnar.Fann mjög fljótt mun á verkjum„

Í stað þess að versna stöðugt í líkamanum ákvað ég að prófa stutta tíma hjá OsteoStrong. Eftir tímana þar fór ég að finna vel fyrir því hvernig líkaminn fór að vinna með mér. Ég fór fljótt að byggja mig upp líkamlega. Samt eru æfingarnar í mjög stuttan tíma,“ segir Gunnar.

„Ég fann hvernig ég varð sterkari og verkirnir minnkuðu, sérstaklega í brjóstbaki. Það sem mér fannst þó magnaðast var hversu jafnvægið jókst mikið. Ég og konan mín erum bæði í áhættuhóp þannig að í Covid tók ég mér langt frí frá OsteoStrong en jafnvægið hélt sér þrátt fyrir það. Nú geri ég mér það að leik að klæða mig á auðveldan hátt í sokkana úti á miðju gólfi á öðrum fæti. Það eru miklar framfarir,“ segir Gunnar.

Í 20 mínútna heimsókn í OsteoStrong tekst notendum að auka styrk sinn og jafnvægi hraðar en annars staðar, án þess að finna fyrir harðsperrum. Notendur auka styrk vöðva, bein, sinar og liðbönd umtalsvert auk þess að losa sig við verki. Notendum bjóðast sérhæfð tæki til að styrkja vöðva í hámarks aflstöðu.

Notendur geta átt von á að:

Auka jafnvægi

Auka styrk

Minnka verki í baki og liðamótum

Lækka langtíma blóðsykur

Auka beinþéttni

Bæta líkamsstöðu

Minnka líkur á álagsmeiðslum

Gott jafnvægi er afar mikilvægt fyrir alla.
Engar harðsperrur

Fólk mætir í venjulegum fötum, tekur á, svitnar ekki en getur fylgst mjög vel með styrktaraukningu.

„Styrktaraukning er mjög hröð hérna og fólk er að meðaltali að bæta sig um 73 prósent á ári. Eftir að hafa gert æfingar í 10 mínútur er fólki svo boðið að leggjast á PEMF-bekki, púlsaðar rafsegulbylgjur, í slökun, sem eykur blóðflæði og dregur úr bólgum í líkamanum,“ segir Örn Helgason, annar eigandi OsteoStrong á Íslandi.

Daglegar árangurssögur

„Flestir koma til okkar af því að þeir vilja losna við verki, auka jafnvægi og styrkja sig. Þó nokkrir hafa sagt mér með létti í röddinni að þeir „kvíði ekkert fyrir að stunda OsteoStrong-æfingarnar“. Mér fannst erfitt að hugsa til þess að þetta brosandi fólk hefði einhvern tíma upplifað kvíða en auðvitað er hann mjög algengur fylgifiskur áfalla og verkja. Það er fátt jafn gefandi eins og að heyra svo að fólk hafi fengið það sem það leitaði að og hvernig það hefur breytt lífsgæðum þess. Það er merkilegt hvað það eru rosalega margir sem upplifa mikla verki á hverjum degi en tekst samt svo fallega að brosa framan í lífið,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, hinn eigandi OsteoStrong.

„Sumir koma bara í nokkra mánuði og þurfa ekki meira, þeir sem vinna að uppbyggingu beina þurfa allavega að vera hjá okkur í eitt til þrjú ár. Aðrir hafa ákveðið að gera ástundun að hluta af heilbrigðum lífsstíl. Það hefur líka verið ánægjulegt hversu mikið af fólki úr heilbrigðisgeiranum hefur kynnt sér starfsemina, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir sem láta sig heilbrigði varða,“ bætir Örn við.

Æfingatíminn hjá OsteoStrong er mjög stuttur og ekki þarf að klæðast íþróttafötum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hraðari uppbygging

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri, óháð líkamlegri getu. Með því að setja álag á líkamann hvetjum við hann til þess að styrkja sig. Með ástundun þéttast bein, vöðvar, sinar og liðbönd. Tæki OsteoStrong gera meðlimum kleift að losa sig við fleiri kíló en er mögulegt annars staðar.

„Þess vegna gerast hlutirnir oft hraðar hérna heldur en við aðra hreyfingu. Fólk finnur í framhaldi oft fyrir minni verkjum, betra jafnvægi og meiri orku. Þá er svo miklu skemmtilegra að vera til,“ segir Svanlaug.

Fólk sem stundar OsteoStrong er á öllum aldri og mjög mismunandi á sig komið. Fyrir suma er þetta það eina sem þeir geta stundað.
Betra jafnvægi

Það má búast við því að jafnvægið batni hratt. Eftir aðeins fimm skipti er fólk að meðaltali búið að bæta það um 77 prósent. Fyrir suma þýðir það að þeir eru betri í golfi, eða stöðugri í jógatímum. Fyrir aðra þýðir þetta að þeir geta sleppt göngugrindinni, eða átt auðveldara með að ganga.

Einmitt það sem þarf

Fólk sem stundar OsteoStrong er á öllum aldri og mjög mismunandi á sig komið. Margir nota þetta sem viðbót við aðra þjálfun, en fyrir suma er þetta það eina sem þeir geta stundað.

„Það er ekki meiningin að þetta sé eina hreyfingin sem fólk stundar. Við hvetjum fólk endilega til að gera allt sem því þykir skemmtilegt. Fyrir suma erum við það fyrsta sem þeir geta gert eftir að hafa dottið út úr hreyfingu í langan tíma eða lent í alvarlegum áföllum. Fyrir aðra erum við einmitt hjálpin sem þarf, til þess að ná markmiðum sínum í þríþrautinni,“ bætir Örn við. n

OsteoStrong býður upp á ókeypis prufutíma á fimmtudögum og föstudögum í Hátúni 12. Áhugasamir geta bókað prufutíma á ­oste­ostrong.is eða í síma 419 9200.
OsteoStrong er í Hátúni 12.

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum