frettabladid-is

Lækkaði forgjöfina með OsteoStrong

Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir er mikill golfunnandi og nýtur þess að dansa Zumba. Hún hefur stundað OsteoStrong síðasta árið og náði fljótt að lækka forgjöfina um tvo. Hún þakkar OsteoStrong hversu kraftmikil og sterk hún fer inn í sumarið.

Ég er svo glöð að sumarið sé komið. Nú get ég farið að njóta golfsins af kappi í góða veðrinu. Síðastliðið ár hef ég stundað OsteoStrong og er mjög ánægð með hvað styrkurinn hefur aukist hjá mér. Ég hef ekki verið í annarri hreyfingu en það er ólíkt mér,“ segir Jóhanna Elínborg, sem starfar sem viðskiptafræðingur.

„Æfingarnar taka mjög stuttan tíma þannig að maður áttar sig ekki alveg strax á því hversu maður er í raun að beita sér mikið. Árangurinn er ótrúlegur,“ segir hún. „Ég er bæði hraðari í yfirferð og snarpari eftir að ég byrjaði að stunda OsteoStrong auk þess að vera léttari á mér. Eitt af því sem ég elska að gera á sumrin er að stunda golf. Það varð rosalega mikil breyting á mér á stuttum tíma í golfinu. Ég lækkaði forgjöfina um tvo á stuttum tíma.“

OsteoStrong útheimtir ekki langan tíma í æfingum. Þjálfunin er stutt en gefur góðan árangur.
Beinþynning erfist

Jóhanna segist hafa byrjað í OsteoStrong því hún vildi fyrirbyggja beinþynningu. „Ég horfði upp á mömmu mína mjaðmabrjóta sig en fyrir hana var það byrjunin á endalokunum. Það var mjög sárt að horfa upp á það. Ég veit að það er langtímaverkefni að vinna upp beinþéttni en ég stunda OsteoStrong sem forvörn,“ segir hún.

„Ég hef ekki enn látið mæla breytingu á beinþéttni en hef tekið eftir breytingum, líkaminn er farinn að vinna vel með mér. Vöðvarnir hafa styrkst og mér finnst ég líta betur út. Ég hef lent í því að detta og meiða mig en hef náð mér alveg ótrúlega hratt aftur. Áverkar eftir byltur sem ég hélt að myndu halda aftur af mér í lengri tíma hafa horfið á nokkrum dögum. Allur bati hjá mér er svo ótrúlega hraður og ég þakka það þessari uppbyggingu sem OsteoStrong hefur veitt mér,“ segir Jóhanna.

Meðal þess sem OsteoStrong gerir er að auka þol og þrek ásamt því að styrkja vöðva og bein.
Flottur vöðvi

„Eitt sem er mjög skemmtilegt. Þegar ég fékk Pfizer-sprautuna þá heilsaði mér hjúkrunarfræðingurinn sem átti að sprauta mig mjög glaðlega og sprautaði mig hratt og örugglega. Þegar hún var að fara þá klappar hún svona fallega á öxlina á mér og segir „flottur vöðvi“ og ég get ekki þakkað það öðru en OsteoStrong,“ segir Jóhanna og brosir. „Þetta er staðreynd. Ég er bara með alveg ofboðslega flotta vöðva á handleggjum og flott vaxtarmót þótt ég segi sjálf frá. Þegar hjúkrunarfræðingurinn nefndi þetta við mig datt mér í hug að líklegast væri betra að sprauta mann ef vöðvarnir eru sterkir. Í öllu atinu í Höllinni gaf hún sér tíma til þess að segja þetta við mig,“ segir Jóhanna glaðlega.

Síðasta ár í vinnu

Jóhanna ætlar að ferðast um landið í sumar og stefnir á Vesturland.

„Ég stunda sund reglulega og ég ætla að njóta allra þessara dásamlegu sundlauga sem maður finnur um allt land. Ég nýt þess mjög að vera í þessum flottu laugum okkar. Ég hef sömuleiðis alltaf dansað mikið. Var í sýningarflokki Þjóðdansafélags Reykjavíkur og dansaði með þeim í um 20 ár. Þetta var heilmikil starfsemi á sínum tíma og ég dansaði gömlu dansana allar helgar. Á laugardögum dansaði maður til korter í eitt og hljóp svo heim í strætó. Núna dansa ég allt of lítið en bregð mér þó í Zumba Gold. Covid hefur svo sem breytt þessu öllu saman svo ég hef bara verið í lágmarks ástundun undanfarið ár,“ segir hún.

„Það er leiðinlegt hvað margt hefur þurft að sitja á hakanum. Ég hlakka til í haust þegar engar Covid-hömlur verða lengur. Þá getur maður aftur farið að hlakka til að stunda þá hreyfingu sem er skemmtileg, OsteoStrong, Zumba og æfingar hjá Óperukórnum í Reykjavík sem Garðar Cortes leiðir. Vonandi getum við svo flutt sálumessu eftir Mozart í desember. Henni þurfti að fresta í fyrra og ég get eiginlega bara ekki annað ár án þess að syngja þetta stórkostlega verk með yndislegum kórfélögum og mögnuðum stjórnanda.“

Þeir sem stunda golf finna mikinn mun á sér á vellinum eftir ástundun hjá OsteoStrong. Fréttablaðið/Ernir
Frír prufutími

OsteoStrong býður upp á frían prufutíma þar sem fólk getur kynnst æfingunum og prófað tækin. OsteoStrong er í Hátúni 12. Bóka má tíma á osteostrong.is og í síma 419 9200. ■

Golf og OsteoStrong

Niðurstöður könnunar sem gerð var á reyndum iðkendum í golfi leiddu í ljós verulega bætingu í golfi með ástundun OsteoStrong eftir aðeins mánaðar ástundun. Meðaltals bæting á snúningsgetu axla var um 13 gráður, hröðun kylfuhauss um 8,05 km á klst. og hraði golfbolta jókst um 14,5 km á klst. Jafnvægið er eitt af því fyrsta sem meðlimir taka eftir að aukist. Meðal bæting er 77% á fimm skiptum.

Jafnvægi er lykilatriði fyrir þá sem vilja ná árangri í golfi. Það hjálpar til dæmis við að enda sveifluna með þungann framar á fótum.

Svíinn Sophila Gustafson, sem er fimmfaldur meistari á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi, lífstíðarmeðlimur á Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu, og vann 23 alþjóðlega titla á sínum keppnisferli, var svo ánægð með OsteoStrong að hún gerðist einn af eigendum OsteoStrong í Svíþjóð og Danmörku.

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum