Byltingarkennt kerfi sem virkar fyrir alla

OsteoStrong er byltingarkennt kerfi sem hjálpar fólki að styrkja vöðva, minnka verki í liðum og stoðkerfi, styrkja bein og auka jafnvægi með góðum árangri. Ástundun tekur stuttan tíma, eða 10 mínútur á viku.

Fólk mætir í venjulegum fötum, tekur á, svitnar ekki en getur fylgst mjög vel með styrktaraukningu. „Það er ómetanlegt að sjá hvernig meðlimir okkar upplifa bætt lífsgæði. Ein af þeim sem stundar golf náði loksins að lækka forgjöfina sína um fjóra, eftir aðeins tveggja mánaða ástundun. Önnur lýsti því að hún hefði þurft að draga sig upp stiga í fimm ár vegna kraftleysis í fótleggjum. Eftir bara mánuð í OsteoStrong var hún farin á labba sjálf upp með fangið fullt af dóti. Það skiptir okkur miklu máli að fólk sé alltaf að keppa við sig sjálft, en ekki eitthvert meðaltal,“ segir Örn Helgason, annar eigandi OsteoStrong. „Styrktaraukning er mjög hröð hérna og fólk er að meðaltali að bæta sig um 73% á ári. Eftir að þessum 10 mínútum lýkur er fólki svo boðið að leggjast á PEMF bekki í slökun, sem eykur blóðflæði og dregur úr bólgum í líkamanum,“ bætir hann við.

 

Tæki OsteoStrong gera meðlimum kleift að ýta frá sér fleiri kílóum en er mögulegt annars staðar. Með ástundun þéttast beinin, vöðvar, sinar og liðbönd.

 

3.600 Íslendingar hafa prófað OsteoStrong

„Móttökurnar hafa verið mjög jákvæðar. Við heyrum gleði- og árangurssögur nánast á hverjum degi,“ segir Örn. „Það er frábært að fá svona mikla staðfestingu á því að kerfið virkar, en mest gefandi að vita að það sem maður starfar við geti breytt lífi fólks svona mikið til hins betra. Eitt af því fallega við OsteoStrong er að flestir sem að prófa fara strax að hugsa hverjum þetta gæti helst hentað og byrja að hvetja vini og ættingja til að mæta. Við höfum tekið á móti 3.600 manns hérna í Borgartúninu á árinu og núna stunda 450 manns OsteoStrong vikulega. Sumir koma bara í nokkra mánuði og þurfa ekki meira, þeir sem vinna að uppbyggingu beina þurfa allavega að vera hjá okkur í 1 til 3 ár. Aðrir hafa ákveðið að gera ástundun að hluta af heilbrigðum lífsstíl,“ bætir hann við. „Það hefur líka verið ánægjulegt hversu mikið af fólki úr heilbrigðisgeiranum hefur kynnt sér starfsemina, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir sem láta sig heilbrigði varða.“

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri, óháð líkamlegri getu.

Með því að setja álag á líkamann hvetjum við hann til þess að styrkja sig. Tæki OsteoStrong gera meðlimum kleift að ýta frá sér fleiri kílóum en er mögulegt annars staðar. Með ástundun þéttast beinin, vöðvar, sinar og liðbönd. Hjá OsteoStrong tekst fólki oft að setja á sig álag sem samsvarar margfaldri líkamsþyngd þess, með eins öruggum hætti og hægt er. „Þess vegna gerast hlutirnir oft hraðar hérna heldur en við aðra hreyfingu. Fólk finnur í framhaldi oft fyrir minni verkjum, betra jafnvægi og meiri orku. Þá er svo miklu skemmtilegra að vera til,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigandi OsteoStrong.

Þeir sem stunda æfingar hjá OsteoStrong njóta handleiðslu frábærra þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á allan líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Betra jafnvægi

„Það má búast við því að jafnvægið batni hratt. Eftir aðeins fimm skipti er fólk að meðaltali búið að bæta það um 77%. Fyrir suma þýðir það að þeir eru betri í golfi, eða stöðugri í jógatímum. Fyrir aðra þýðir þetta að þeir geta sleppt göngugrindinni, eða átt auðveldara með að ganga.“

Einmitt það sem þarf

Fólk sem stundar OsteoStrong er á öllum aldri og mjög mismunandi á sig komið. Margir nota þetta sem viðbót við aðra þjálfun, en fyrir suma er þetta það eina sem þeir geta stundað.

„Það er ekki meiningin að við séum eina hreyfingin sem fólk stundar. Við hvetjum fólk endilega til að gera allt sem því þykir skemmtilegt. Fyrir suma erum við það fyrsta sem þeir geta gert eftir að hafa dottið út úr hreyfingu í langan tíma. Fyrir aðra þá erum við einmitt hjálpin sem þarf, til þess að ná markmiðum sínum í þríþrautinni,“ bætir Örn við.

Fall er fararheill

„Hugmyndin að opna OsteoStrong á Íslandi kom þegar við vorum tiltölulega nýflutt heim til Íslands eftir að hafa búið í fimm ár á Spáni. Við höfum bæði búið í nokkrum löndum og það er alltaf nokkur aðlögun sem þarf þegar maður flytur heim. Í þetta skiptið fannst okkur leiðinlegast hvað við fundum hvað margir upplifðu mikið stress í daglega lífinu. Stress er hræðilegt fyrir heilsuna og gleðina og okkur fannst spennandi að geta boðið fólki upp á möguleika til að gera eitthvað uppbyggjandi fyrir sig sjálft á bara 20 mínútum einu sinni í viku. Þegar við vorum búin að skrifa undir samninga og fórum á ráðstefnu í Bandaríkjunum um rekstur svona stöðva þá braut ég mig rosalega illa og var í aðgerð skrúfuð saman með átta málmstykkjum í fótinn, var í fimm daga á spítala í Las Vegas og svo send í læknisfylgd heim til Íslands. Ég var mikið veik og verkjuð í þrjá mánuði þannig að OsteoStrong er búið að vera mín endurhæfing. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig en líka hjálpað til með að skilja allt það sem fólk hefur gengið í gegnum áður en það kemur hingað. Þegar við ákváðum að opna OsteoStrong var ég ekki búin að geta lyft þungu í nokkur ár því að mjaðmagrindin var svo viðkvæm eftir fæðingu. Nú get ég bara gert hvað sem ég vil. Það hentar mér töluvert betur því ég er vön því að vera sterk og áræðin og að geta tætt í mig verkefnin,“ segir Svanlaug og brosir.

 

Ástundun OsteoStrong tekur mjög stuttan tíma eða um 10 mínútur á viku. Fólk finnur oft mjög mikinn mun á sér fljótt. Margir notfæra sér tækin sem viðbót við aðra þjálfun, svo sem golfið.
Hámarksárangur á lágmarkstíma hjá OsteoStrong

„Við hjónin stofnuðum þetta fyrirtæki til þess að hjálpa fólki að fá hámarksárangur hreyfingar á lágmarkstíma. Ég var ekkert sérstaklega að hugsa um sjálfan mig í því samhengi. Ég hef alltaf verið hraustur. Síðan áttaði ég mig allt í einu á að ég var farinn að geta synt bringusund, sem ég hafði ekki getað í tólf ár út af hnénu á mér. Ég varð stundum þreyttur í bakinu, en það er alveg búið. Líkamsstaða mín er betri, ég er með opnari bringu og ber mig betur. Ég er orkumeiri, hressari og verð ekki veikur. Ég á líka miklu auðveldara með að stjórna mataræðinu, því að ástundun OsteoStrong hefur áhrif á blóðsykurinn. Ég er líka orðinn svo sterkur að ég næ að gera allt sem mér dettur í hug án þess að finna fyrir því daginn eftir. Við vinnum mjög mikið því við erum með nýtt fyrirtæki, svo að allur okkar frítími fer í að njóta þess að vera með börnunum okkar. Við erum reyndar nýbúin að taka upp á því að bjóða vinum okkar upp á mánaðarleg matarboð. Við veljum bara dagsetninguna og svo raðast alls konar fólk saman sem þekkist kannski ekki neitt. Það er búið að slá í gegn. Íslendingar eru greinilega alltaf að verða opnari fyrir nýjum upplifunum.“

 

Meðlimir geta átt von á að:

  • Minnka verki í baki og liðamótum
  • Lækka langtíma blóðsykur
  • Auka beinþéttni
  • Bæta líkamsstöðu
  • Auka jafnvægi
  • Auka styrk
  • Minnka líkur á álagsmeiðslum
  • Álag þéttir vöðva

OsteoStrong býður upp á ókeypis prufutíma á fimmtudögum og föstudögum í Borgartúni 24. Áhugasamir geta skráð sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200.

xxx

 

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum