OsteoStrong opnaði á Íslandi í janúar 2019 í Borgartúninu. OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná á innan við 10 mínútum að styrkja bein, vöðva, sinar og liðbönd.
Það kemur í ljós að 10 mínútna ástundun getur skipt sköpum fyrir heilsu og frelsi fólks. Framfarir þeirra sem stunda OsteoStrong hafa farið fram úr björtustu vonum,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi OsteoStrong á Íslandi. Hún bætir við að um 50% kvenna og 30% karla geti búist við því að brjóta bein eftir fimmtugt. Meðlimir hjá OsteoStrong geta bætt beinþéttni um 14,7% að meðaltali á ári og vöðvastyrk um 73%. OsteoStrong hentar öllum sem vilja styrkja vöðva hratt og auka þéttleika beina sinna,“ segir Svanlaug. Þegar talið berst að beinheilsu hugsa margir til eldra fólks en flestallir geta notið góðs af ástundun OsteoStrong.
Bara tíu mínútur í viku
OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná á innan við 10 mínútum að styrkja bein, vöðva, sinar og liðbönd svo um munar. Á sama tíma lækkar langtíma blóðsykur og jafnvægi eykst. Fólk mætir eins og það er klætt og gerir æfingarnar á sokkunum. Beinagrindin er grunnstoð líkamans og veitir meira en bara styrk og vernd. Hún er eitt af mikilvægustu kerfum mannslíkamans.
Með því að styrkja beinagrindina upplifa margir aukna beinþéttni, bætta líkamsstöðu, aukið jafnvægi, aukna getu við íþróttaiðkun og minni verki í liðamótum og baki. OsteoStrong virkar fyrir fólk á öllum aldri án tillits til íþróttalegs atgervis. Það er algjörlega sársaukalaust að stunda OsteoStrong, það tekur fljótt af og árangur er fljótt mælanlegur.
Beinþynning er vandamál
„Beinþynning er sífellt vaxandi faraldur í heiminum. Oft er talað um beinþynningu sem kvennasjúkdóm en hún herjar í sífellt meiri mæli einnig á karlmenn. Sem dæmi má taka að það eru fleiri karlmenn sem fá beinþynningu en krabbamein í blöðruhálskirtil,“ segir Örn Helgason, stjórnarformaður og eigandi OsteoStrong. „Flest greind tilfelli í heiminum koma upp í Svíþjóð. Hin Norðurlöndin og við komum svo fast á hæla þeim. Við erum að hitta fólk á öllum aldri og líka ungt fólk, rétt yfir tvítugu, kannski búið að brjóta sig oftar en tíu sinnum og þegar greint með beinþynningu. Við erum svo glöð að vera með þessi einstöku tæki sem geta snúið ferlinu við.“
Minni verkir
Við ástundun OsteoStrong þéttast bein, vöðvar, sinar og liðbönd. Ástundunin gerir það að verkum að margir ná að losa sig við alls kyns verki í líkamanum. „Það er svo spennandi hvað æfingarnar geta hjálpað mörgum. Bæði þeim sem er í stöðugri hreyfingu og líka þeim sem hafa jafnvel bara legið í rúminu í nokkur ár. Það er einstaklega gefandi að sjá sólina vaxa í augum fólks þegar það kemur viku eftir viku.
Það er svo margt sem getur komið upp á. Veikindi, áföll og slys hjá einstaklingum á öllum aldri gera það að verkum að fólk er stimplað úr leik í einhvern tíma og þá getur verið svo erfitt að koma sér aftur af stað. Það getur verið erfitt að fara af stað í æfingar en flestir geta unað við að leyfa sér tíu mínútur einu sinni í viku,“ segir Örn.
Hleypur maraþon eftir æfingar hjá OsteoStrong
„Ég fór á kynningu hjá OsteoStrong í febrúar 2019. Mér fannst margt mjög áhugavert sem þar kom fram og það kom mér á óvart að OsteoStrong er ekki bara fyrir gamalt fólk með beinþynningu, heldur er ávinningurinn fyrir íþróttafólk mikill. Ég bókaði því prufutíma og keypti mér strax áskrift. Í besta falli myndi þetta hjálpa mér með mín vandamál og í versta falli myndi þetta hafa góð áhrif á beinheilsu mína sem ég held að allt of fáir séu að pæla í.Mín helstu vandamál voru að ég hef alltaf verið að læsast í spjaldliðnum sem verður til þess að mig verkjar í mjöðmina þegar ég hleyp. Einnig hafði ég hryggbrotnað í ágúst 2017 og vantaði að styrkja það svæði. Þegar ég byrjaði í OsteoStrong þá var ég með mikla verki í mjöðminni vegna þess að ég var að æfa fyrir Parísarmaraþon, sem ég ætlaði að hlaupa í apríl 2019. Ég var í rauninni aðeins búin að gefast upp, því að það er þreytandi að vera alltaf með verki að æfa. Eftir 2-3 skipti í OsteoStrong fann ég strax mun og var farin að hlaupa verkjalaus.Sjúkraþjálfarinn minn, sem þurfti vanalega að losa spjaldliðinn hjá mér á tveggja vikna fresti, hafði orð á því að ástandið á mér væri óvenju gott – allt í einu var ég farin að læsast mun sjaldnar. Ég hljóp síðan maraþonið mitt verkjalaus og er að fara í annað maraþon núna í september. Ég get því heilshugar mælt með OsteoStrong og þessi heilsurækt mun verða hluti af minni þjálfun í framtíðinni,“ segir Jórunn Jónsdóttir, fjármálastjóri og íþróttakona.