frettabladid-is

Ótrúlegur árangur á stuttum tíma

OsteoStrong fagnar um þessar mundir eins árs starfsafmæli á Íslandi. OsteoStrong, Borgartúni 24, er byltingarkennt kerfi sem hjálpar fólki að styrkja vöðva og minnka verki í liðum og stoðkerfi.

Ástundun OsteoStrong tekur mjög stuttan tíma eða um 10 mínútur í viku. Fólk mætir í venjulegum fötum, tekur á en svitnar ekki og getur fylgst mjög vel með styrktaraukningu sinni.

„Það skiptir okkur miklu máli að fólk sé alltaf að keppa við sig sjálft en ekki eitthvað meðaltal,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigandi OsteoStrong. „Styrktaraukning er mjög hröð hérna og fólk er að meðaltali að bæta sig um 73% á ári. Eftir að þessum 10 mínútum lýkur er fólki boðið að leggjast í PEMF-bylgjur sem hjálpa blóðflæði og draga úr bólgum í líkamanum eða grímur með rauðu ljósi sem auka náttúrulega framleiðslu kollagens í húðinni,“ bætir hún við.

2.000 Íslendingar hafa prófað OsteoStrong

„Móttökurnar hafa verið mjög jákvæðar. Við erum fimmta landið í heiminum til þess að bjóða upp á þessa þjónustu og mér finnst það vera forréttindi að vinna með eitthvað svona byltingarkennt. Við heyrum gleði- og árangurssögur nánast á hverjum degi. Það er frábært að fá svona mikla staðfestingu á því að kerfið virkar. Það er mjög gefandi að vita að það sem maður starfar við geti breytt lífi fólks svona mikið til hins betra. Við tókum á móti 2.000 manns hérna í Borgartúninu á árinu 2019 og núna stunda 300 manns OsteoStrong vikulega. Sumir koma bara í nokkra mánuði og þurfa ekki meir, þeir sem vinna að beinuppbyggingu þurfa allavega að vera hjá okkur í eitt ár. Aðrir hafa ákveðið að gera ástundun að hluta af heilbrigðum lífsstíl,“ bætir hún við. „Það hefur líka verið ánægjulegt hvað mikið af fólki úr heilbrigðisgeiranum hefur kynnt sér starfsemina eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir sem láta sig heilbrigði varða.“

Álag þéttir vöðva

Með því að setja álag á líkamann hvetjum við hann til þess að styrkja sig. Með ástundun hjá OsteoStrong þéttast beinin, vöðvar, sinar og liðbönd. Hjá OsteoStrong tekst fólki oft að setja á sig álag sem samsvarar margfaldri líkamsþyngd þeirra með eins öruggum hætti og hægt er. „Þess vegna gerast hlutirnir oft hraðar hérna heldur en við aðra hreyfingu. Með ástundun finna flestir minna fyrir verkjum, upplifa betra jafnvægi og meiri orku. Þá er svo miklu skemmtilegra að vera til,“ segir Svanlaug.

Betra jafnvægi

Það má búast við því að jafnvægið bætist hratt. Eftir aðeins fimm skipti er fólk að meðaltali búið að bæta það um 77%. Fyrir suma þýðir það að þau eru betri á skíðum eða í jógatímum. Fyrir aðra þýðir þetta að þau geta sleppt göngugrindinni eða átt auðveldara með að ganga.

Að taka af skarið

„Ég hef búið í Ekvador, London, Barcelona, Argentínu og svo síðast í spænskri sveit. Ég var á eðlisfræðibraut í MR, kláraði viðskiptafræði frá HR og tók master í Listaháskólanum og sýndi svo verk eftir sjálfa mig í Tjarnarbíói í fyrra. Mér er oft sagt að ég sé hugrökk eða geri óskiljanlegar stefnubreytingar, en fyrir mér er þetta allt saman eðlileg framvinda. Mér finnst ég aldrei hafa tekið einhverja sérstaka áhættu, nema kannski fjárhagslega þegar við stofnuðum OsteoStrong. Það er svo að koma í ljós þessa dagana að það var örugglega besta ákvörðun sem við hefðum getað tekið. Mér finnst frábært að búa til umhverfi þar sem fólki finnst gott að koma og er hluti af einhverju nýju og spennandi. Þegar árangurssögur hrúgast svo upp eins og „ég get loksins sofið því að ég er búin að losa mig við verki í mjöðmunum“ eða „nú þarf ég ekki að nota golfbílinn lengur og labba allt sem ég þarf“ eða „mér datt aldrei í hug að ég gæti hlaupið án verkja aftur“, þá bara fyllist maður gleði og fær orku til að halda áfram. Fyrir mig er alltaf mesta áhættan að láta mér byrja að leiðast. Þá verð ég svo leiðinleg.“

Óþolinmóð við mig

„Við fluttum heim frá Spáni eftir að hafa búið þar í fimm ár. Við vorum bara opin og langaði til þess að byggja upp eigið fyrirtæki. OsteoStrong kom til okkar í gegnum námskeið sem við sóttum hjá Tony Robbins. Ég hef sjálf svo oft lent í því að líkaminn virki ekki eins og ég myndi vilja að hann gerði og þær lausnir sem voru í boði virkuðu ekki. Ég hef líka upplifað hvernig áföll geta haft áhrif á líkamann og hvað það getur verið erfitt að koma sér af stað þegar að líkaminn svarar ekki eins og búist er við. Það liðu níu mánuðir frá því að hugmyndin kom upp og þar til við opnuðum dyrnar í Borgartúninu. Ég held að ég sé oft þolinmóð við aðra og óþolinmóð við sjálfa mig. Eftir á að hyggja var þetta fljótt að líða en fyrir mér var þetta heil eilífð.“

FKA er tilbreytingin

„Það er ótrúlega skemmtilegt að stofna fyrirtæki en það tekur rosalega mikinn tíma og elju. Síðastliðið ár hefur bara farið í að byggja upp OsteoStrong og vera með fjölskyldunni. Mér finnst þess vegna stundum erfitt að rífa mig á fund hjá FKA en ég veit að það er svo gott fyrir mig. Alltaf þegar ég mæti hugsa ég „Hvað er ég að gera hérna?“ Mér finnst ekkert gaman að „network-a“ og það tekur mikla orku að búa til pláss í vikunni. Svo líða svona 20 mínútur. Þá er ég alsæl, eignast alltaf nýja vinkonu og er þakklát fyrir það að hafa rifið mig af stað. Ég eignaðist til dæmis góða vinkonu í Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi. Hún ætlar að bjóða fólki upp á fyrirlestur hjá okkur þriðjudaginn 28. janúar og mæla kollagen í húðinni um daginn.“

Mikill styrkur á stuttum tíma

„Ég byrjaði hjá snillingunum í OsteoStrong fyrir þremur mánuðum. Þetta hentar mér mjög vel þar sem að það þarf einungis að mæta einu sinni í viku í skamma stund. Ég er með vefja- og slitgigt og í mjög lélegu formi. Ég finn mjög mikinn mun á jafnvægi og vöðvastyrk og hlakka til að mæta til þeirra í hverri viku. Þau taka öll á móti manni með bros á vör, jákvæðu og hlýju viðmóti,“ segir Laufey Þórðar.

Hljóp maraþon verkjalaus

„Ég fór á kynningu hjá Osteo­Strong í febrúar 2019. Mér fannst margt mjög áhugavert sem þar kom fram og það kom mér á óvart að OsteoStrong er ekki bara fyrir gamalt fólk með beinþynningu, heldur er ávinningurinn fyrir íþróttafólk mikill. Ég bókaði því prufutíma og keypti mér strax áskrift. Í besta falli myndi þetta hjálpa mér með mín vandamál og í versta falli myndi þetta hafa góð áhrif á beinheilsu mína sem ég held að allt of fáir séu að pæla í. Mín helstu vandamál voru að ég hef alltaf verið að læsast í spjald­liðnum sem verður til þess að mig verkjar í mjöðmina þegar ég hleyp. Einnig hafði ég hryggbrotnað í ágúst 2017 og vantaði að styrkja það svæði. Þegar ég byrjaði í OsteoStrong þá var ég með mikla verki í mjöðminni vegna þess að ég var að æfa fyrir Parísarmaraþon, sem ég ætlaði að hlaupa í apríl 2019. Ég var í rauninni aðeins búin að gefast upp, því að það er þreytandi að vera alltaf með verki að æfa. Eftir 2-3 skipti í Osteo­Strong fann ég strax mun og var farin að hlaupa verkjalaus. Sjúkraþjálfarinn minn, sem þurfti vanalega að losa spjaldliðinn hjá mér á tveggja vikna fresti, hafði orð á því að ástandið á mér væri óvenju gott – allt í einu var ég farin að læsast mun sjaldnar. Ég hljóp síðan maraþonið mitt verkjalaus. Ég get því heilshugar mælt með OsteoStrong og þessi heilsurækt mun verða hluti af minni þjálfun í framtíðinni,“ segir Jórunn Jónsdóttir, fjármálastjóri og íþróttakona.

Alls konar fólk

Fólk sem stundar OsteoStrong er á öllum aldri og mjög mismunandi á sig komið. Margir nota þetta sem viðbót við aðra þjálfun en fyrir suma er þetta það eina sem þau geta stundað.

OsteoStrong býður upp á ókeypis kynningar nokkrum sinnum í viku í Borgartúni 24. Áhugasamir geta skráð sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200.

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum