frettabladid-is

OsteoStrong – fyrir flesta sem vilja byggja sig upp

OsteoStrong var opnað á Íslandi í janúar 2019 í Borgartúninu. OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi sem byggir á nýrri tækni sem var fyrst notuð í Bandaríkjunum. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná á innan við 10 mínútum að styrkja bein, vöðva, sinar og liðbönd.

Flestir koma til okkar af því að þeir vilja losna við verki og styrkja sig,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigenda OsteoStrong. „Það er fátt jafn gefandi eins og að heyra svo að það hafi tekist og hvernig það hefur breytt lífi fólks. Það er merkilegt hvað það eru rosalega margir sem upplifa mikla verki á hverjum degi en tekst samt svo fallega að brosa framan í lífið og líta vel út,“ bætir hún við.

 

OsteoStrong byggir á nýrri tækni sem aðeins var byrjað að nota utan Bandaríkjanna á síðasta ári, 2018. Tæknin á bak við OsteoStrong er einstök.

OsteoStrong er einstakur staður þar sem viðskiptavinir bæta heilsuna með því að bæta grunninn: beinagrindina. Með því að styrkja beinagrindina getur viðskiptavinur átt von á að:

  • Minnka verki í baki og liðamótum
  • Lækka langtíma blóðsykur
  • Auka beinþéttni
  • Bæta líkamsstöðu
  • Auka jafnvægi
  • Auka styrk
  • Minnkar líkur á álagsmeiðslum
  • Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri óháð líkamlegri getu.

OsteoStrong byggir á nýrri tækni sem aðeins var byrjað að nota utan Bandaríkjanna árið 2018. Tæknin á bak við OsteoStrong er einstök. Hún byggir á rannsóknum sem hafa verið til í yfir hundrað ár en með nýrri nálgun tekst að setja meira álag á líkamann á öruggari hátt en áður.

Almenn beinþéttnilyf þétta bein um 2% að meðaltali á ári en rannsóknir sýna að OsteoStrong getur bætt beinþéttni að meðaltali um 14,7% á ári. Jafnvægi eykst um 77% að meðaltali eftir fimm skipti. Styrkur eykst að meðaltali um 73% eftir eitt ár og 290% eftir fjögur ár.

73% styrking á ári

„Enginn annar möguleiki sem við þekkjum býður upp á að þétta bein með svo miklum hraða né býður upp á svona mikinn styrk á jafn stuttum æfingatíma,“ segir Örn Helgason, annar eigenda OsteoStrong.

OsteoStrong virkar fyrir fólk á öllum aldri óháð styrk. Meðlimir gera æfingar sem taka innan við tíu mínútur í hvert skipti. Mælanlegur árangur sést mjög hratt.

,,Okkur hafði dreymt um að vinna saman að því að bæta líf fólks á einhvern hátt. Það gerðist eitthvað þegar við kynntumst þessu verkefni. Við gátum ekki beðið eftir að byrja og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú stunda um 250 manns OsteoStrong vikulega,“ segir Örn.

Tölva mælir árangurinn svo auðvelt er að fylgjast með.

„Við bjóðum upp á fría prufutíma fyrir alla. Þetta er ný hugmynd og það er gaman að geta sýnt fólki hvað við gerum. Flestir koma til okkar með margar spurningar en fara frá okkur spenntir, glaðir og með skýra sýn á það hvernig OsteoStrong getur hjálpað þeim,“ segir Örn.

Frekari upplýsingar má fá á www.osteostrong.is og í síma 419 9200.
OsteoStrong virkar fyrir fólk á öllum aldri óháð styrk. Meðlimir gera æfingar sem taka innan við tíu mínútur. Mælanlegur árangur sést mjög hratt.

 

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum