Nýtt ár – Nýtt árskort
OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná í 20 mínútna heimsókn að þétta vöðva, sinar, liðbönd og bein, bæta árangur og fyrirbyggja meiðsl.
Mér finnst best að plana sem minnst og set mér ekki áramótaheit en ég keypti árskort í OsteoStrong í janúar og stefni á að gera það aftur enda hef ég nýtt hvern einasta tíma. OsteoStrong hefur gert mér gott og ég er stundum hreinlega undrandi yfir því hvað þarf lítið að leggja á sig til að uppskera mikið. Ég varð 62 ára í desember og er mjög heilsuhraust. Ég ætla bara að halda því áfram,“ segir Sigrún Rafnsdóttir.
Forvitnin rak mig í OsteoStrong
„Mér fannst áhugaverð en ólíkleg tilhugsun að það væri hægt að ná einhverjum árangri með líkamann á aðeins 20 mínútum einu sinni í viku þannig að forvitnin rak mig af stað í prufutíma. Ég varð strax spennt í prufutímanum og ákvað að kaupa mér þriggja mánaða kort. Mér finnst mikilvægt að huga að forvörnum. Það er ekkert að mér þannig, ég bara veit að með aldrinum þurfum við alltaf að passa upp á vöðvastyrkinn okkar. Ég ætlaði bara að leggja inn fyrir framtíðina með þessum æfingum,“ segir hún.
Beinni í baki
„Strax eftir nokkrar vikur fann ég samt svo mikinn mun á mér. Ég bjóst ekkert við því. Ég er meðvitaðri um hvernig ég geng og hvernig ég nota líkamann. Mér finnst ég ganga öðruvísi. Þegar ég pældi betur í þessu þá var eins og ég væri að nota fullt af litlum vöðvum sem bara hafa legið í dvala svolítið lengi, það eiginleg hlýtur að vera,“ segir Sigrún og bætir við: „Ég fór að ganga beinni, brjóstið opnara, bakið beint og tígulegt. Nú þarf ég bara að vanda mig við að það rigni ekki upp í nefið á mér,“ segir Sigrún og hlær.
„Ég fór ekki af stað af því að ég væri komin með verki hér og þar. Ég var ekkert komin í keng, ég var ekkert verkjuð og þetta var ekkert sem ég hafði áhyggjur af, fyrr en eftir á þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað mér líður vel núna.“
Aukið þol
„Ég finn að ég er öll sterkari og með miklu meira þol. Leggirnir eru svo miklu sterkari en áður. Mér finnst kálfarnir á mér orðnir eins og grjót – eða sem sagt, stinnir og sterkir,“ segir Sigrún og hlær.
„Ég var einu sinni alltaf í líkamsrækt en það eru þó nokkur ár síðan ég hætti því. Síðustu ár hef ég helst verið að ganga úti ásamt því að ég tók jógakennaranám. Mér finnst gangan svo skemmtileg hreyfing og ég nýt þess að anda að mér fersku lofti og fylgjast með lífinu í kringum mig. Ég bara veit að núna bera leggirnir mig þangað sem ég vil fara. Allt í einu er ekkert mál að labba upp í móti. Ég finn að ég svíf upp brekkur sem mér fannst ég áður ekkert ráða við. Það er svo góð tilfinning að geta treyst á líkamann sinn.“
Spartan Race
„Tengdasonur minn hefur stundað alls kyns íþróttir í gegnum árin og er með meiðsli sem endurspegla það. Hann hefur líka verið að stunda OsteoStrong til þess að styðja sig í Spartan-keppnum – það sem ég kalla fullorðins þrautakóng – en er í raun mjög erfið keppnisgrein. Hann hefur líka fundið fyrir því hvað ástundunin skilar miklu fyrir hann. Það er alls konar fólk í alls konar ástandi sem stundar OsteoStrong og það gerir þetta svo skemmtilegt.“
OsteoStrong hefur gert mér gott og ég er stundum hreinlega undrandi yfir því hvað þarf lítið að leggja á sig til að uppskera mikið.“
Með ástundun OsteoStrong tekst meðlimum að auka styrk sinn og jafnvægi hraðar en annars staðar án þess að svitna eða finna fyrir harðsperrum. Ástundun OsteoStrong tekur aðeins 20 mínútur einu sinni í viku og styrktaraukning er að meðaltali 73% á ári. Meðlimir OsteoStrong auka styrk vöðva, sina, liðbanda og beina svo um munar. Þannig losna meðlimir gjarnan við verki.
Frír prufutími
„Það er boðið upp á fría prufutíma á fimmtudögum í Hátúni 12 og á föstudögum í Ögurhvarfi 2. Ég hvet alla til að bóka sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200.“
Meðlimir geta átt von á að:
- Auka styrk
- Minnka verki í baki og liðamótum
- Lækka langtímablóðsykur
- Auka beinþéttni
- Bæta líkamsstöðu
- Auka jafnvægi
- Minnka líkur á álagsmeiðslum