frettabladid-is

Allir hafa tíma fyrir OsteoStrong

Fjögur hundruð meðlimir OsteoStrong mæta bara einu sinni í viku. Á aðeins tíu mínútum ná þeir að auka styrk, þétta sinar, liðbönd og bein, bæta árangur í íþróttum og fyrirbyggja meiðsl.

Allt að fimm til sjöfaldur munur getur verið á styrk vöðva eftir því hvernig þeim er beitt. OsteoStrong er æfingakerfi sem reynir á vöðvann þar sem hann er sterkastur. Meðlimir OsteoStrong mæta aðeins einu sinni í viku og ná á innan við tíu mínútum að styrkja vöðva, sinar, liðbönd og bein svo um munar. Fólk mætir eins og það er klætt og gerir æfingarnar á sokkunum.

Bara tíu mínútur í viku

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á: fólk á öllum aldri óháð líkamlegri getu.

Meðlimir geta átt von á að:

– Auka styrk

– Bæta líkamsstöðu

– Auka jafnvægi

– Minnka verki í baki og liðamótum

– Minnka líkur á álagsmeiðslum

– Auka beinþéttni

Þeir sem stunda æfingar hjá OsteoStrong njóta handleiðslu þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á allan líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

 

73% sterkari á ári

Athuganir á árangri meðlima OsteoStrong sýna að þeir styrkjast um 73 prósent að meðaltali á ári.

„Enginn annar möguleiki sem við þekkjum býður upp á svo mikla styrktaraukningu á jafn stuttum æfingatíma. Vöðvarnir þéttast en þyngjast ekki að neinu ráði,“ segir Örn Helgason, annar eigenda OsteoStrong.

 

Örn og Svana í æfingasal OsteoStrong þar sem fyllstu varúðar er gætt vegna kórónaveirunnar og starfsfólk notar bæði hanska og grímur eins og gestir stöðvarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Minni verkir

„Það er svo spennandi hvað æfingarnar geta hjálpað mörgum. Bæði þeim sem eru í toppformi og á stöðugri hreyfingu og líka þeim sem hafa jafnvel árum saman verið rúmliggjandi. Það er einstaklega gefandi að sjá sólina vaxa í augum fólks þegar það kemur viku eftir viku í æfingarnar til okkar,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigenda OsteoStrong.

Betri golfsveifla

Niðurstöður könnunar, sem gerð var á reyndum iðkendum í golfi, leiddu í ljós verulega bætingu með ástundun OsteoStrong á einungis fjórum skiptum. Meðaltals bæting á snúningsgetu axla var um 13 gráður, hröðun kylfuhauss um 8,05 km/klst. og hraði golfbolta jókst um 14,5 km/klst.

Rauð og innrauð ljós bæta kollagenframleiðslu húðarinnar.
Bætt jafnvægi

Jafnvægið er eitt af því fyrsta sem meðlimir OsteoStrong taka eftir að aukist. Meðal bæting er 77 prósent á fimm skiptum. Jafnvægi er lykilatriði fyrir þá sem vilja ná árangri í golfi. Það hjálpar til dæmis við að enda sveifluna með þungann framar á fótum.

„Svíinn Sophila Gustafson var þátttakandi hjá US Based LGPA-mótaröðinni og er lífstíðarmeðlimur Evrópumótaraðar kvenna. Hún vann LPGA-mótaröðina fimm sinnum og hlaut 23 alþjóðlega titla á keppnisferli sínum. Sophia var svo ánægð með með árangurinn sem hún uppskar með æfingum hjá OsteoStrong að hún gerðist ein af eigendum OsteoStrong í Svíþjóð og Danmörku,“ upplýsir Örn.

OsteoStrong býður upp á ókeypis kynningar á virkni kerfisins á fimmtudögum og föstudögum í Borgartúni 24. Áhugasamir geta skráð sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200.

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum