frettabladid-is

Snýr við beinþynningu með hjálp OsteoStrong

Kerstin Andersson fékk sjálfsofnæmissjúkdóm og þurfti að fara í sterameðferð sem olli beinþynningu, en henni hefur tekist að snúa henni við með hjálp OsteoStrong.

Ég er frá Svíþjóð en hef búið á Íslandi í 32 ár. Ég vann sem kennari í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum í 22 ár. Ég er enn í aðdáendaklúbbnum og nú er ég amma með tvö barnabörn þar og önnur dóttir mín er að kenna þar,“ segir Kerstin. „Þetta er svo spennandi uppeldisstarf, svo skapandi. Þar gengur öll manneskjan í skóla. Þar er reynt að næra alla manneskjuna; hug, hjarta og hönd. Það eru einkennisorð Waldorfskóla um allan heim og þrífast þeir í mjög ólíkum samfélögum og öllum heimshlutum, en nálgunin er einmitt svo sammannleg.“

Streymandi nudd

„Ég er í Mannspekifélaginu. Það er eiginlega svipuð pæling: nærandi fyrir manneskjuna sem heild. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsu og í mannspekinni er læknisfræði sem er viðbót við hefðbundna læknisfræði, anthroposophical medicine,“ segir Kerstin. „Mér finnst alltaf svo spennandi þegar manneskjan er skoðuð sem heild en ekki bara kannski stök einkenni.

Sjálf hef ég lært Pressel-nudd en margir vilja frekar kalla það streymandi nudd því það hefur það að aðalmarkmiði að örva flæði í líkamanum,“ útskýrir Kerstin. „Þannig losnar um alls konar stíflur og manneskjan getur náð betri heilsu eða/og líðan því allt kerfið vinnur betur saman.“

Hamlandi sjálfsofnæmissjúkdómur

„Þegar ég varð fimmtug fékk ég sjálfsofnæmissjúkdóm. Ég þurfti í framhaldi af því að vera í sterameðferð í níu ár. Sterarnir gerðu það að verkum að ég fékk beinþynningu,“ segir Kerstin.

„Ég las auglýsingu frá OsteoStrong, þá fyrstu sem kom frá þeim, og fór fljótlega í prufutíma. Mér fannst svo áhugavert það sem þar var gert en ég var ekki nógu ákveðin,“ segir Kerstin. „Þá vissi ég ekki af því að ég væri komin með beinþynningu.“

Kerstin hafði prófað OsteoStrong áður en hún greindist með beinþynningu og þegar hún fékk greininguna vissi hún strax að hún vildi leita aftur þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
OsteoStrong af alvöru

„Þegar ég var svo greind með beinþynningu seinna á því ári þá vissi ég alveg hvað ég vildi gera,“ segir Kerstin.

„Beinþynningin var mikil. Ég var komin með beinþynningu í hrygg og beingisnun í útlimum. Það hræddi mig. Ég elska að hreyfa mig, elska að labba, hlaupa, hjóla og synda,“ segir Kerstin. „Ég gat ekki hugsað til þess að vera minna frjáls í eigin líkama og þess vegna vildi ég prófa OsteoStrong, þannig byrjaði ég af alvöru.“

Laus við beinþynningu

„Ég var mjög dugleg og mætti mjög reglulega alveg fram í apríl á þessu ári, eða í um það bil eitt og hálft ár,“ segir Kerstin. „Svo fór ég í ferð til Svíþjóðar og þegar ég kom heim var ég önnum kafin í vinnunni og náði ekki að koma inn þessum vikulegu heimsóknum í OsteoStrong fyrr en seinna um sumarið.

Í byrjun júní fékk ég svo loksins að fara aftur í beinþéttnimælingu. Geislafræðingurinn sem sá um mælinguna sagði: „Vá, hvað þetta er hröð bæting hjá þér.“ Ég mældist bara miklu, miklu betri!“ segir Kerstin brosandi. „Þá var ég ekki lengur með beingisnun í útlimunum, þeir voru bara eðlilegir og hryggurinn hafði styrkst það mikið að nú mældist hann bara með beingisnun. Þetta var alger sigur fyrir mig. Nú held ég bara áfram og klára þessa gisnun í bakinu líka.“

Kerstin er ekki lengur með beingisnun í útlimunum og hryggurinn hefur styrkst mjög mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Gleymdi að taka lyfin

„Ég var sett á lyf við beinþynningu þegar ég greindist en þau á að taka einu sinni í viku og á morgnana á fastandi maga og svo ekki borða neitt í 30 mínútur á eftir, ég gleymi bara oft að taka þau og það líða oft 2–3 vikur á milli,“ útskýrir Kerstin.

Óvænt sprenging ferðamanna

„Ég vinn í ferðabransanum og þar var mikið álag í sumar þannig að ég fækkaði heimsóknum í OsteoStrong. Fámennt var í flestum ferðafyrirtækjum og mun fleiri ferðamenn eða hraðari aukning en búist var við. Þegar ég var í burtu frá OsteoStrong í sumar fann ég að ég saknaði þess, orkunnar og styrksins. Þessa dagana geng ég, syndi og passa að mæta vikulega í OsteoStrong. Ég ætla ekki að sleppa því núna – þó það sé mikið að gera í vinnunni,“ segir Kerstin og hlær.

Ástundun hjá OsteoStrong tekur einungis 20 mínútur einu sinni í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Þakklát fyrir sterk bein

„Ég þakka OsteoStrong fyrir það að ég sé orðin svona góð í beinunum. Ég hef fundið að ég hef náð að halda mér svo sterkri. Ég verð 60 ára á þessu ári og með hækkandi aldri finn ég hvað vöðvar rýrna hratt og auðveldlega. Það þarf alveg að hafa fyrir því að halda í styrkinn. Það er ekki lengur nóg að bara ganga eða synda,“ segir Kerstin. „En ég hef fundið bæði jafnvægi, orku og styrk bætast verulega þegar ég stunda OsteoStrong reglulega. Ástundun hjá OsteoStrong tekur einungis 20 mínútur einu sinni í viku og henni næ ég að sinna án þess að ganga á tímann sem ég vil eyða í allt annað.“

Að næra alla manneskjuna

„Ég hef mikið yndi af því að vera úti í náttúrunni. Ég rækta smá grænmeti, til dæmis grænkál. Uppskeran var fín í grænmetinu í sumar en berin svolítið sein. Núna eru hins vegar hindberin og jarðarberin að skila sér. Það er mjög vinsælt hjá barnabörnunum,“ segir Kerstin. „Þessa dagana, þegar haustið er að hellast yfir okkur, þá finnst mér mikilvægt að huga að því að vera mikið úti, fá ferskt loft, nóg af dagsbirtu og huga að því hvernig ég næri mig. Það skiptir ekki minna máli að huga að næringu hugans. Til dæmis hlakka ég mikið til að sjá Víking Heiðar á tónleikum og fara með barnabörnunum á Kardimommubæinn.“

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, óháð aldri

Meðlimir geta átt von á að:

  • Auka styrk
  • Minnka verki í baki og liðamótum
  • Minnka líkur á álagsmeiðslum
  • Bæta líkamsstöðu
  • Auka jafnvægi
  • Lækka langtíma blóðsykur
  • Auka beinþéttni
Frír prufutími

OsteoStrong býður upp á fría prufutíma á fimmtudögum og föstudögum. Þá má bóka á osteostrong.is og í síma 419 9200. OsteoStrong er í Hátúni 12, sunnan megin.

Deila

Nýjasta í fjölmiðlum