AÐ SETJA ÞYNGD Á BEIN
Alveg síðan seint á 19. öld hefur verið þekkt að álag eða þyngd á bein eykur beinþéttni. Það er kallað lögmál Wolfs. Um þetta eru til um 25.000 rannsóknir og er vel þekkt staðreynd. Þess vegna er fólk hvatt til að lyfta þungu, t.d. lóðum, til þess að örva beinvöxt. Í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum er fólk almennt að lyfta um 1,26 til 1,54 margfeldi af eigin líkamsþyngd. Í rannsókn sem birt var árið 2012 kom í ljós hversu mikla þyngd þyrfti til að örva beinþéttni. Kevin Deere (Journal of Bone and Mineral Research) komst að þeirri niðurstöðu að til þess að ná fram þessari þéttingu þyrfti krafturinn að vera að minnsta kosti 4,2 sinnum líkamsþyngd viðkomandi. OsteoStrong er eina kerfið sem vitað er til að geri þetta ferli mögulegt á jafn öruggan hátt og raun ber vitni.
Hjá OsteoStrong eru notendur oft að lyfta meira en átta sinnum sinni eigin líkamsþyngd sem útskýrir hvers vegna þétting beina verður eins mikil og raun ber vitni um. Þessi átök koma einnig af stað þéttingu í vöðvum, sinum og liðböndum sem svo geta bætt líkamsstöðu og minnkað verki í stoðkerfinu.
Hér að neðan er hægt að hlaða niður PDF skjölum sem innihalda súlurit sem draga saman niðurstöður rannsókna. Allar rannsóknir sem notaðar eru við gerð þessara súlurita má finna á síðunni á PDF-formi.
BONE DENSITY IMPROVEMENT COMPARISON:
CHANGES IN BONE DENSITY AFTER 12 MONTHS
% REDUCTION IN A1C
(LONG-TERM BLOOD GLUCOSE)
For More Information On Type II Diabetes
Heimildir:
1American College of Sports Medicine (2009).
ACSM’s Guidelines for Exercise Testing and Prescription, 8th ed. LWW, Philadelphia, PA.
OSTEOSTRONG TÆKNIN:
Til að notendur geti öðlast sterkari bein og vöðva notar OsteoStrong Spectrum kerfið. Spectrum er fyrst í flokki tækja sem kallast á ensku Robotic Musculoskeletal Development System (RMDS) eða kerfi sem notar vélmenni til að styrkja stoðkerfið.
Spectrum kerfið var fundið upp af Dr. John Jaquish, Ph.D. Hann er ráðgjafi OsteoStrong og höfundur bókarinnar „Osteogenic Loading“ sem fást hjá OsteoStrong Iceland. Dr Jaquish hefur flutt fjölda erinda á heimsþingi um beinþynningu (World Congress on Osteoporosis) og sat áður í stjórn American Bone Health sem eru samtök um beinheilsu í Bandaríkjunum. Framlag hans til OsteoStrong vörumerkisins og heilsu fólks um allan heim er ómetanlegt.
Rannsóknir sýna að það álag sem þarf til þess að hafa áhrif á beinmyndun er 4,2 sinnum margfeldi líkamsþyngdar viðkomandi (4,2 MOB). Flestum reynist erfitt að ná slíku álagi án þess að nota Spectrum kerfið. Hins vegar ná OsteoStrong meðlimir auðveldlega, örugglega og án meiðsla eða sársauka að styðja við þyngd sem er 5 til 12 sinnum margfeldi líkamsþyngdar þeirra. Sýnt hefur verið fram á að mikil þyngd, högg eða skellur veiti einna mestu örvun fyrir beinagrindina. Niðurstöður rannsókna sýna að fólk á öllum aldri, óháð líkamshreysti geti átt von á verulega auknum styrk.
Spectrum kerfið samanstendur af fjórum tækjum. Meðlimir sem stunda OsteoStrong eru leiddir í gegnum tækin undir eftirliti starfsfólks OsteoStrong sem hlotið hefur þjálfun til þess. Spectrum lagar sig að getu og krafti hvers og eins til að þeir nái hámarksárangri við að styrkja eigið stoðkerfi. Meðlimir þurfa aðeins að halda átakinu í nokkrar sekúndur til þess að ná árangri. Ferlið í heild sinni tekur aðeins nokkrar mínútur og þá getur miðtaugakerfið hafist handa við beinmyndun.