ÁÐUR EN ÞÚ MÆTIR

DREKKTU VATN

VERTU Í ÞVÍ SEM ÞÚ VILT
AF HVERJU OSTEOSTRONG?
VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ TEKUR AÐEINS 60 SEKÚNDUR.
OsteoStrong styrkir bein og vöðva með aðeins sextíu sekúndna átaki einu sinni í viku.





ÞAÐ SEM ÞÚ FINNUR Á HVERRI EINUSTU STÖÐ:

TÍU MÍNÚTUR EINU SINNI Í VIKU

ÞÚ SVITNAR EKKI

MÆLANLEGUR ÁRANGUR

SÉRÞJÁLFAÐ OG VINALEGT STARFSFÓLK
NÝSKÖPUN
OsteoStrong notar Spectrum kerfið sem gefur fólki árangur sem ekki hefur fengist annars staðar. Spectrum kerfið hefur verið í þróun í 20 ár en útgáfan sem notast er við í OsteoStrong á Íslandi er aðeins eins árs gömul.


„ULTIMATE BIOHACK“
Biohack er enskt heiti sem notað er yfir leiðir til þess að hvetja líkamann til að gera breytingar á sér á stuttum tíma. Þetta getur átt við um fæði, fæðubótarefni eða tæki. OsteoStrong stefnir á að vera aðgengilegt fyrir almenning um allan heim til þess að minnka sársauka og bæta heilsu. OsteoStrong virkar fyrir fólk á öllum aldri og stuðlar að auknum styrk beina og vöðva.
MÆLANLEGUR ÁRANGUR
OsteoStrong notast við tæki sem gera notandanum kleift að setja meiri þunga á bein en annars væri mögulegt. Notandinn reynir á sig þar sem vöðvarnir eru í sterkustu stöðu. Þyngdin eða mótspyrnan eykst á meðan ýtt er eða lyft og hækkar sífellt þar til átaki er sleppt.

GOTT AÐ VITA:
Áður en þú kemur í fyrstu heimsókn til OsteoStrong þá eru nokkur atriði sem gott er að vita til þess að ná sem mestum árangri.
HREYFING
Þó OsteoStrong sé ekki líkamsræktarstöð, þá hvetjum við fólk til þess að stunda hreyfingu. Við mælum með því fólk stundi hins vegar ekki hreyfingu í a.m.k. þrjár klukkustundir áður en það kemur í OsteoStrong. Það hámarkar árangur notandans.
KLÆÐNAÐUR
Komdu eins og þú ert klædd/ur! OsteoStrong tekur fljótt af og fólk svitnar ekki. Jakkaföt, draktir, gallabuxur og jogginbuxur telst allt heppilegur klæðnaður fyrir OsteoStrong.
SKÓR
Allir fara úr útiskóm þegar þeir koma inn á OsteoStrong. Að stunda OsteoStrong án þess að vera í skóm veitir betri árangur.
KJÓLAR OG PILS
Á sumum tækjum þarf að setjast klofvega á sætið. Þröng pils henta illa til þess og sumum finnst því betra að mæta í buxum.
TÍMI
Það tekur almennt um 10 mínútur að örva beinagrindina og klára æfingar í Spectrum tækjunum. Gerðu þó ráð fyrir að fyrsta heimsóknin geti tekið 45-60 mínútur. Þá kynnumst við þér og þínum væntingum, fræðum þig um OsteoStrong og svörum þeim spurningum sem þú kannt að hafa.
EFTIR TÍMANN
Þegar þú hefur lokið við æfingarnar býðst þér að nýta þér þjónustu sem bætir heilsu á annan hátt. Úrvalið getur verið mismunandi.
Þú ættir ekki að finna fyrir harðsperrum en þó geta sumir fundið fyrir þreytu eftir fyrstu skiptin á meðan að þeir eru að venjast nýjum æfingum.