ALGENGAR SPURNINGAR
Eitt aðalmarkmið okkar hjá OsteoStrong er að hjálpa fólki að taka góðar ákvarðanir um beinheilsu.
UM TÍMANA
Endilega! Við viljum að þú fáir að prófa OsteoStrong ókeypis. Þannig getur þú séð hversu hratt líkaminn bætir sig men hjálp OsteoStrong kerfisins. Ýttu hér til þess að BÓKA PRUFUTÍMA. Starfsfólk okkar mun hafa samband innan skamms til að finna tíma sem að hentar. Við erum í Borgartúni 24 og á ýmsum stöðum um heiminn.
Okkar rannsóknir sýna að það hægir á niðurstöðum að gera OsteoStrong oftar en einu sinni í viku.
Mörg stéttarfélög og fyrirtæki niðurgreiða líkamsræktarkort eða aðra hreyfingu fyrir félaga sína. OsteoStrong er ekki líkamsræktarstöð en fellur vel undir aðra hreyfingu.
Já og þú munt sjá frábærar framfarir ef þú gerir það. Við mælum þó með því að þú komir ekki beint og stundir OsteoStrong eftir æfingu.
HEILSA
Því miður þá gefa birtar rannsóknir til kynna að það sé ekki líklegt að hægt sé að styrkja bein með því að stunda venjulegar styrktaræfingar.
Rannsókn sem gefin var út árið 2012 komst að því að lágmarksafl sem þarf til þess að koma af stað beinmyndun er 4.2 sinnum líkamsþyngd einstaklings. Flestir eiga erfitt með að beita slíku afli á öruggan hátt fyrir utan OsteoStrong. Góðu fréttirnar eru þær að viðskiptavinir OsteoStrong ná reglulega að beita afli sem er miklu meira en 4.2 sinnum þeirra eigin þyngd. Það er lágmarksþyngd sem þarf til þess að koma af stað beinmyndun í neðri hluta líkamans.
Já! Margir sem eru með T-gildi -4 úr DXA mælingum stunda OsteoStrong reglulega. Jafnvel í mjög slæmum tilfellum hafa notendur OsteoStrong algerlega snúið við beinþynningu án lyfja. Eins og með alla sjúkdóma þá hvetjum við fólk þó til þess að ræða við lækninn sinn áður en þau byrja að stunda OsteoStrong.
Árangur er mismunandi milli einstaklinga. Hér á eftir er þó upptalning á ýmsum þeim ávinningi sem meðlimir OsteoStrong upplifa:
Verkir í baki og liðamótum
Venjulega upplifir fólk að það léttir á verkjum í liðamótum og baki eftir 1 til 12 skipti. Við mælum að sjálfsögðu með því, ef þú hefur áhyggjur af líkamanum þínum, að þú sért í samráð við lækninn þinn áður en þú stundar OsteoStrong.
Þegar verkurinn er horfinn mun regluleg ástundun hjálpa þér að styrkja liðamót, bein og vefi þar í kring. Við mælum með því að þú haldir áfram að stunda OsteoStrong jafnvel þótt verkurinn sé horfinn – til þess að koma í veg fyrir að hann komi aftur.
Styrking beinagrindarinnar eða þétting beina sést aðeins á beinþéttnimæli. Það tekur yfirleitt 6-12 mánuði frá því að þú hefur ástundun á OsteoStrong til þess að DXA mæling sýni aukna beinþéttni.
Bætt jafnvægi. Flestir taka eftir því að jafnvægið eykst töluvert eftir aðeins eitt eða tvö skipti og heldur svo áfram að batna í mörg skipti á eftir.
Vöðvastyrkur. Flestir, óháð líkamlegu atgervi, finna mun á styrk líkamans eftir fjögur skipti. Regluleg ástundun eykur styrk í mörg ár. Sumir ganga í gengum tímabil þar sem styrkur stendur í stað. Sýndu þolinmæði þegar þetta gerist og hugsaðu um að þú ert samt alltaf að bæta beinþéttni!
Já! OsteoStrong® hjálpar til við að styrkja beinið í kringum nýja hnéð eða mjöðmina. OsteoStrong hentar einnig líka vel til þess að styrkja líkamann áður en þú ferð í aðgerðina. Eins og alltaf mælum við þó með að þú takir ákvarðanir í samráði við lækninn þinn.